- Advertisement -

Ríkisstjórn Ernu að liðast sundur

Hitinn fór þó fljótlega vel yfir 40°C á stjórnarheimilinu.

Guðni Ölversson skrifar:

Enn um vegatollamálið.

Um kl. 23:05 á föstudagskvöldinu sl. hélt Erna Solberg, forsætisráðherra, að björninn væri unninn. Trine Skei Grande og Vinstri hafði sætt sig við tillögu Ernu um endanlega gerð vegatollafrumvarpsins. Allir lögðust foringjarnir, þreyttir en ánægðir, til svefns. Frp og Vinstri höfðu náð sáttum. Vegatollakrísan var leyst.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Guðni Ölversson.

Klukkan 09:53 mætir Siv Jensen fjölmiðlum og fer fögrum orðum um Trine Skei Grande og hennar flokk. Ekki fór á milli mála að hugur fylgdi ekki orðum hjá formanni Frp. Í kjölfar þessara vinalegu orða baðar Trina sig í sviðsljósi fjölmiðla og segir hana unnið stóran sigur í deilunni.

Leið nú helgin og mánudagurinn rann upp sólbjartur og fagur með yfir 20°C hita. Hitinn fór þó fljótlega vel yfir 40°C á stjórnarheimilinu er leið á daginn. Þá kom nefnilega í ljós að Siv Jensen og Trine Skei Grande túlkuðu „samkomulagið“ sitt með hvorum hætti. Í dag eru þær alls ekki sammála. Spurningin er hvenær límið sem heldur Ernu-stjórninni saman bráðnar og stjórnin dettur í sundur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: