- Advertisement -

Hvergi meira frelsi til landakaupa en hér

Gætum við hugsanlega sammælst um að ræða hvort það sé eðlilegt að vatnsréttindi fylgi landsréttindum?

Bíddu, hér er verið að kaupa land og landinu fylgja vatnsréttindi eins og hefur verið í innlendri löggjöf.
Mynd: Imani.

Katrín Jakobsdóttir sagði í þingræðu í gær: „Ég get líka sagt háttvirtum þingmönnum að ég er alveg viss um að allir hér í salnum heyra sömu áhyggjur og ég þegar við ræðum þriðja orkupakkann. Fólk segir: Bíddu, hér er verið að kaupa land og landinu fylgja vatnsréttindi eins og hefur verið í innlendri löggjöf.

Það var ekki óvart sem eitt fyrsta mál sem kom fyrir Alþingi Íslendinga eftir að við urðum fullvalda þjóð varðaði reglur um landakaup. En hér hefur því miður lenskan verið sú að losa um þennan ramma, þetta utanumhald, á síðustu árum og áratugum og ekki verið pólitískur vilji til þess hingað til að setja skýrari ramma. Við erum með hvað frjálslegasta löggjöf innan EES um þessi mál og gætum litið til annarra landa, hvort sem er Danmerkur, Noregs eða Írlands, um skýrari ramma. Gætum við hugsanlega sammælst um að ræða hvort það sé eðlilegt að vatnsréttindi fylgi landsréttindum?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: