- Advertisement -

Spyrðir saman Moggann og Miðflokkinn

Það þarf sterk bein til að sitja undir aðdróttunum og jafnvel svívirðingum.

Davíð og Sigmundur Davíð:

helst hefur verið leidd af einum flokki á þingi og dagblaði úti í bæ.

Það þarf sterk bein til að sitja undir aðdróttunum og jafnvel svívirðingum.

Sigurður Ingi Jóannsson tól til máls um orkupakkann og þá hörðu andstöðu gegn honum. Hann talaði meðal annars um hér geisi valdastríð:  „Um hvað snýst þá málið? Um hvað snýst þessi hatramma andstaða sem helst hefur verið leidd af einum flokki á þingi og dagblaði úti í bæ? Jú, hún snýst um að róta í sama grugguga vatninu og helst er í tísku að róta í víða um heim og felur í sér að etja borgurunum saman til að ná völdum. Þeir sem harðast hafa barist gegn orkupakkanum hafa hrakist frá einum hálfsannleik til annars í málflutningi sínum og hafa allar svokallaðar röksemdir verið hraktar þegar þær hafa komið fram.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Síðar í ræðunni brá hann sér á sveitaball, það er í huganum, og sagði:

„Í pólitík er mikilvægt að vita hvenær á að taka slaginn og hvenær á ekki að taka slaginn. Saga Framsóknar sannar að við höfum jafnan borið gæfu til að taka yfirvegaðar ákvarðanir frekar en að slá frá okkur þegar aðrir ragmana okkur. Það þarf kjark til að hugsa um hagsmuni heildarinnar, um heildarhagsmuni Íslands. Það þarf sterk bein til að sitja undir aðdróttunum og jafnvel svívirðingum sem hafðar hafa verið uppi síðustu mánuðina. Þetta er eins og á sveitaböllunum í gamla daga. Það gáfust mörg tækifærin til slagsmála þegar einstaka ófriðarmaður bauð upp í slíkan dans. Það þarf hins vegar ekki alltaf að taka þátt í þeim slagsmálum. Þau skila engu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: