- Advertisement -

Bjarni slökkti á undirskriftasöfnuninni

Hvar er lýðræðið í Sjálfstæðisflokknum á vegi statt?

„Söfnun fór gríðarlega vel af stað en þegar formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lýsti því yfir við fjölmiðla fjórum dögum eftir að söfnunin hófst að viðhorf flokksmanna mundu engu breyta um stefnu þingflokksins í málinu, þá hægði mjög á söfnuninni.“

Styrmir Gunnarsson skrifar: „Nú berast alvarleg tíðindi úr Sjálfstæðisflokki. Í fréttatilkynningu, sem Jón Kári Jónsson, formaður félags sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi hefur sent frá sér segir svo um undirskriftasöfnun meðal flokksbundinna sjálfstæðismanna með ósk til miðstjórnar um almenna atkvæðagreiðslu meðal flokksbundinna um orkupakkamálið:

Jafnframt er tekið fram, að þessari undirskriftasöfnun hafi verið hætt.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Frá landsfundi Sjálfstæðisflokks.

Hver var tilgangurinn með þeim breytingum á skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins, sem gerðar voru á landsfundi fyrir nokkrum árum?

Var þetta tóm sýndarmennska?

Ætla verður að þetta mál verði rætt á flokksráðs- og formannafundi Sjálfstæðisflokksins í lok næstu viku.

Eða verður kannski komið í veg fyrir slíkar umræður?

Hvar er lýðræðið í Sjálfstæðisflokknum á vegi statt?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: