- Advertisement -

Jólasveinar á Alþingi Íslendinga

Ég er nokkuð viss um að fáir þing­menn fari yfir þess­ar staðreynd­ir í umræðum um fjár­lög.

Óli Björn.

„Ég er nokkuð viss um að fáir þing­menn fari yfir þess­ar staðreynd­ir í umræðum um fjár­lög og spyrji hvort þróun út­gjalda sé eðli­leg. Hvort það er hægt að gera bet­ur en raun ber vitni í rekstri rík­is­ins er spurn­ing sem flest­ir forðast. Engu er lík­ara en ótt­inn við svarið ráði för. Þess í stað er þess kraf­ist að út­gjöld í hitt og þetta verði auk­in. Í umræðum um fjár­lög breyt­ast marg­ir í jóla­sveina en skatt­greiðand­inn stend­ur lítt var­inn.“

Það er Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem skrifar þannig um samstarfsfólk sitt á Alþingi. Kannski er bara mikið til í þessu hjá Óla Birni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég er nokkuð viss um að fáir þing­menn fari yfir þess­ar staðreynd­ir í umræðum um fjár­lög.“

Óli Björn vekur athygli á þessu: „Rekstr­ar­út­gjöld verða tæp­lega 26 millj­örðum hærri að raun­v­irði á næsta ári en 2017 og launa­kostnaður um 16 millj­örðum hærri. Í heild stefn­ir í að út­gjöld A-hluta rík­is­sjóðs verði 205,6 millj­örðum hærri að nafn­v­irði 2020 en 2017, án fjár­magns­kostnaðar, ábyrgða og líf­eyr­is­skuld­bind­inga. Þetta er um 139 millj­arða eða 18% raun­hækk­un. Mestu skipt­ir nær 78 millj­arða raun­aukn­ing til vel­ferðar­mála, þar af 30 millj­arðar í heil­brigðismál og liðlega 24 millj­arðar í mál­efni eldri borg­ara og ör­yrkja. Eng­inn sann­gjarn maður get­ur haldið öðru fram en að rík­is­stjórn­in hafi for­gangsraðað í þágu vel­ferðar.“

Óli Björn heldur áfram að tjá sig um „ágæti“ þingheims: „Ég er nokkuð viss um að fáir þing­menn fari yfir þess­ar staðreynd­ir í umræðum um fjár­lög og spyrji hvort þróun út­gjalda sé eðli­leg. Hvort það er hægt að gera bet­ur en raun ber vitni í rekstri rík­is­ins er spurn­ing sem flest­ir forðast. Engu er lík­ara en ótt­inn við svarið ráði för. Þess í stað er þess kraf­ist að út­gjöld í hitt og þetta verði auk­in. Í umræðum um fjár­lög breyt­ast marg­ir í jóla­sveina en skatt­greiðand­inn stend­ur lítt var­inn.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: