- Advertisement -

Segir Sigmund Davíð einangraðan

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, í þingumræðu um loftslagsmál:

Kolbeinn Óttarsson Proppé.

„Það er samhljómur hérna. Fólk kemur með fínar hugmyndir. Þó get ég ekki annað en komið inn á það að mér fannst athyglisvert að heyra Sigmund Davíð Gunnlaugsson skera sig dálítið úr í þessari umræðu. Það var ekki annað á honum að skilja en að það besta sem við gerðum í baráttunni gegn loftslagsvánni væri að koma hér upp nýjum álverum. Hefur háttvirtur þingmaður aldrei heyrt um landsmarkmið sem hvert land setur sér líka? Þessi 20. aldar hugsun og 20. aldar rök um álverin í Kína er að verða dálítið þreytt en það er gott að það er einangruð hugsun og einangruð skoðun hér á þingi.“

En hvað sagði Sigmundur Davíð?

Þú gætir haft áhuga á þessum


Þessi 20. aldar hugsun og 20. aldar rök um álverin í Kína er að verða dálítið þreytt en það er gott að það er einangruð hugsun og einangruð skoðun hér á þingi.

„Við verðum að nálgast þessi mál, þetta stóra viðfangsefni, á forsendum staðreynda, með tilliti til vísinda og með tilliti til samhengis. Hvað er til að mynda eitt það besta, jafnvel albesta, sem Íslendingar hafa gert gagnvart loftslagsmálum í heiminum? Það er að reisa álver, að álverin skyldu byggð á Íslandi og notast við endurnýjanlega umhverfisvæna orku í stað þess að vera byggð í Kína þar sem losunin hefði verið tíföld á við það sem sams konar álver losar á Íslandi enda orkukerfið þar keyrt áfram af gegndarlausum kolabruna.“

Hann sagði líka: „Nú boða menn urðunarskatt til að refsa fólki fyrir að henda hlutum. Hvers vegna ekki að leggja áherslu á aðra valkosti, til að mynda að hér verði reistar hátæknisorpbrennslur og þær brennslur notaðar til að framleiða orku? Heimilissorp er umhverfisvænasta eldsneytið til orkuframleiðslu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: