- Advertisement -

Lilja Rafney storkar Sjálfstæðisflokki

Mikil samfélagsleg ábyrgð hvílir á fyrirtækjum sem hafa heimildir í sameiginlegri auðlind okkar.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, VG og formaður atvinnuveganefndar Alþingis, storkaði Sjálfstæðisflokki í þingræðu fyrir fáum augnablikum. Sem kunnugt er ætlar ráðherrann, Kristján Þór Júlíusson hvorki að hreyfa legg né lið til að reyna að draga úr útflutningi á óunnum fiski.

Kristján Þór Júlíusson fær andmæli úr óvæntri átt. Þingmaður VG setur sig upp á móti boðuðu aðgerðarleysi ráðherrans.

Lilja Rafney: „Ég ætla að fjalla aðeins um þann mikla útflutning sem er á óunnum fiski en við í atvinnuveganefnd fjölluðum um það mál á síðasta fundi okkar og gerum áfram á morgun. Það er fullt tilefni til að hafa áhyggjur af þessum mikla útflutningi sem eykst mikið ár frá ári. Verið er að flytja út allt að 55.000 tonn sem geta endurspeglað 500 störf, auk þess virðisauka sem hverfur úr landinu með þessum útflutningi á óunnu hráefni. Ég held að stjórnvöld verði að skoða hvaða leiðir við getum farið til að sporna við þessum mikla útflutningi. Það á að vera lágmark að á fiskmörkuðum þar sem mikið er um beina sölu fiskkaupenda erlendis frá og íslenskir aðilar, útgerðaraðilar, kaupa beint og selja — öðrum býðst ekki að bjóða í þann fisk sem fer þarna í gegn í beinni sölu. Í raun og veru er ekkert ólöglegt við það hjá fiskmörkuðum, við þurfum bara að breyta lögunum eða reglugerð til að breyta því. Það er lágmark að litlar og meðalstórar fiskvinnslur, sem ég hef oft talað fyrir úr þessum ræðustól, fái tækifæri til að bjóða í þennan fisk og standi þá jafnfætis þeim stóru aðilum sem sjá hag sinn í því að flytja þetta hráefni óunnið til útlanda í stórar vinnslur, ríkisstyrktar innan ESB jafnvel, þar sem hann er unninn af fólki sem er á miklu lægri launum en fiskvinnslufólkið okkar hefur, þótt það sé ekki á háum launum. Ég held að við þurfum að horfa á hvaða efnahagslegu áhrif þessi mikli útflutningur á óunnu hráefni hefur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Mikil samfélagsleg ábyrgð hvílir á fyrirtækjum sem hafa heimildir í sameiginlegri auðlind okkar. Við skulum muna að markmið laga um stjórn fiskveiða er m.a. að stuðla að og treysta atvinnu í byggðum landsins. Þetta hlýtur með áframhaldandi þróun að valda byggðaröskun og tapi fyrir allt samfélagið.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: