- Advertisement -

Vonbrigði með Svandísi og Bjarna

Ríkið get­ur ekki vikið sér und­an ábyrgð vinnu­veit­anda.

Sandra B. Franks.

Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, er vonsvikin. Fyrst ber að nefna að slitnaði hafi upp úr kjaraviðræðum BSRB og rík­is­ins. „Viðræðurn­ar höfðu þá staðið í hálft ár. Eft­ir mikl­ar umræður og yf­ir­lýs­ing­ar rík­is­ins um að von væri á „mestu vinnu­tíma­breyt­ing­um í ára­tugi“ leyfði ég mér að vona að nú tækju við breytt­ir tím­ar með bættri heilsu starfs­manna,“ segir í grein Söndru sem birt er í Mogganum í dag.

„Til­boðið sem síðan barst í kjöl­far yf­ir­lýs­ing­anna reynd­ist sorg­lega rýrt. Op­in­ber­um starfs­mönn­um var boðið upp á áfram­hald­andi 40 stunda vinnu­viku, með mögu­leika á að semja á ein­stök­um stofn­un­um um 13 mín­út­ur á dag í skipt­um fyr­ir kaffi­tíma og önn­ur áunn­in rétt­indi. Slík vinnu­brögð eru auðvitað al­gjör­lega óviðun­andi.“

Þú gætir haft áhuga á þessum
89 prósent sjúkraliða er í vaktavinnu.
Ljósmynd: Daan Stevens.

Sandra bendir á alþekktar staðreyndir um hversu mikilvægt sé að stytta vinnutíma fólks. Hún nefnir vaktavinnu, en 89 prósent þeirra vinna á vöktum.

„Það sæt­ir furðu að hvorki skuli votta fyr­ir skiln­ingi né vilja rík­is­ins til að fjár­festa í betri heilsu eig­in starfs­manna sem nú þegar eru und­ir miklu álagi. Á sama tíma og heil­brigðisráðherra tal­ar fyr­ir heil­brigðis­stefnu til árs­ins 2030, m.a. um heilsu­efl­ingu og bætta lýðheilsu lands­manna, er horft fram hjá fyr­ir­byggj­andi aðgerðum til að koma í veg fyr­ir lang­tíma­veik­indi og ör­orku eig­in starfs­manna. Mót­sögn­in hér er ær­andi. Nú er sér­stakt tæki­færi til að fjár­festa í betri lýðheilsu, bættu starfs­um­hverfi og ánægðara starfs­fólki með því að stytta vinnu­vik­una,“ skrifar Sandra.

Að endingu skrifar Sandra: „Ríkið get­ur ekki vikið sér und­an þeirri ábyrgð sem vinnu­veit­andi að skapa starfs­fólki sínu sem sinn­ir al­mannaþjón­ustu góðar starfsaðstæður, sem ýta und­ir starfs­ánægju og aukið heil­brigði. Ríkið, og þar með sitj­andi rík­is­stjórn, á að ganga á und­an með góðu for­dæmi með því að bæta starfs­um­hverfi starfs­manna sinna og stytta vinnu­vik­una. Það er hið eina rétta í stöðunni.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: