- Advertisement -

Ási á Gráa kettinum fær engin svör

Ásmundur Helgason, veitingamaður á Gráa kettinum við Hverfisgötu, er enn ósáttur við framganginn við framkvæmdirnar í nágrenni Gráa kattarins.

Ásmundur skrifar:

„Ruglið heldur áfram. Eftir fréttirnar í síðustu viku um ástandið á Hverfisgötunni hefur staðan versnað.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir.

Formaður Skipulags- og samgönguráðs lofar samráði, fundum og samtali, en hefur ekki haft samband. Og alls ekki svarað tölvupóstum. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, það væri stuð ef þú svaraðir síðasta pósti, eða bara kæmir í heimsókn. Kannski svarar þú bara fjölmiðlum, það virðist vera.

Verktakinn í verkinu, Gleipnir, keppist við að gera aðgengið að Gráa kettinum verra. Nú þarf að röfla og rífast á hverjum morgni til að fá grindverkin færð, og dugir ekki til. Þetta er eins og að vera í fangelsi. Allt of há grindverk sem loka öllum leiðum.

Þeir fáu sem hafa komið í vikunni hafa haft einbeittan heimsóknarvilja. Kona sem vinnur ofar á Hverfisgötunni þurfti að fara upp á Laugaveg til að finna leiðina til okkar. Annar fór niður á Lindargötu áður en hann komst til okkar. (Fyrir þau sem koma niður Hverfisgötuna þá eru þetta sem sagt leiðirnar til okkar).

Er Reykjavíkurborg að reyna að setja okkur á hausinn? Dagur B. Eggertsson og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, nennið þið að biðja Ólöfu Örvarsdóttur, sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, um að svara tölvupóstum? Þið megið líka hringja í framkvæmdastjóra Gleipnis og biðja hann um að gera greiða leið að kaffihúsinu okkar? Það segir jú í útboðslýsingunni að honum beri að tryggja greiðan aðgang.

Á sama tíma og ég fæ smá útrás með þessu tuði þá veit ég að það breytir engu. Ekkert mun gerast. Nú er staðan þannig að okkur er nauðugur einn kostur að leita til lögmanns og gera kröfu á borgina.

En Grái kötturinn er enn opinn. 🙂 Það er heitt á könnunni!

Og af því að það er Halloween vika þá erum við með Pumpkin Spice Latte í boði.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: