- Advertisement -

Panamaprinsinn í fjármálaráðuneytinu

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Ríkisstjórnin vill ekki að Alþingi auki fjárheimildir til héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra svo þessar stofnanir séu fjárhagslega sjálfstæðar. Þess í stað vill ríkisstjórnin að forstöðufólk þessara stofnana þurfi að fara bónleiðir til Panamaprinsins í fjármálaráðuneytinu, mannsins sem alla tíð hefur reynt að draga afl úr skatteftirliti og rannsóknum á fjárglæpum hans sjálfs og vina hans. Fyrsta verk hans og Sigmundar 2013 var að skrúfa fyrir fjármagn til sérstaks saksóknara svo embættið gat ekki hafið neina rannsókn og átti í erfiðleikum með að klára þau mál sem stofnað hafði verið til. Hann dró líka lappirnar í að veita skattrannsóknarstjóra fjárheimild til að kaupa upplýsingar um fjársvik og skattsvik þeirra sem voru í Panamaskjölunum. Svo tvö dæmi séu nefnd. Að setja þessar stofnanir undir hælinn á Bjarna Ben er gagalagú, svo vægt sé til orða tekið. Þetta er svívirða.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: