- Advertisement -

Slagur við hina „gráðugu“ íslensku útgerðarmenn

Þórólfur Matthíasson prófessor skrifaði:

Þórólfur Matthíasson.

Ég geri ráð fyrir að þýðendur sendinefndar Evrópusambandsins á Íslandi, breska sendiráðsins, norska sendiráðsins, danska sendiráðsins auk fleiri annarra aðila sitji sveittir við að þýða þessa grein Heiðrúnar Lindar. Í greininni skýrir Heiðrún Lind lágt verð á makríl á bryggjusporði á Íslandi með því að Íslendingar séu að veiða makríl þegar hann er hvað lélegastur til nýtingar: „Sem dæmi má nefna, að þegar makríll gengur hingað í veiðanlegu magni yfir sumarmánuðina er vöxtur hans hraður og mikil laus fita er í holdinu.“ Makríllinn er ekki eina sjávarskepnan sem það á við um að hún flakki milli lögsaga ólíkra ríkja í misverðmætu formi. Háttur siðaðra manna er að setjast niður og semja um skiptingu afla og veiða fiskinn þegar hann er verðmætur, þar sem hann er þegar hann er hvað verðmætastur. En íslenskir útgerðarmenn í „óendanlegri græðgi sinni“ er ekki til í það, sbr. þessa frétt: https://www.visir.is/g/2019191129622. Þar segir m.a.: „Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa ógnað sjálfbærni makrílstofnsins í Norðaustur-Atlantshafi með ákvörðun sinni um að auka makrílkvóta íslenskra skipa í sumar. Sjávarútvegsráðherra undirritaði reglugerð í lok júní um að kvótinn yrði aukinn úr 108 í 140 þúsund tonn, sem skila átti 3 milljörðum meira í útflutningstekjur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta er meðal þess sem fram á að koma í „harðorðri yfirlýsingu,“ sem Guardian segist hafa undir höndum, og undirrituð var af sendinefndum Evrópusambandsins, Noregs og Færeyja í október síðastliðnum. Yfirlýsingin er afsprengi yfirstandandi deilna Íslendinga við fyrrnefnd ríki, en formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins hefur áður sakað íslensk stjórnvöld um „græðgi og ábyrgðarleysi“ vegna aukins makrílkvóta. Aukningin var tekin fyrir í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins í byrjun september, en sjávarútvegsráðherra hefur áður vísað sambærilegri gagnrýni á bug.“

Nú hefur talsmaður sjávarútvegsins ljáð sendinefndum Evrópusambandsins, Noregs og Færeyja alveg nýjar röksemdir í slagnum við hina „gráðugu“ íslensku útgerðarmenn!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: