- Advertisement -

Hefur haft tækifæri til að útrýma fátækt

Mæðurnar áttu enga ósk heitari en að geta veitt börnum sínum öryggi, mat í magann…

Þuríður Harpa Sigurðardóttir:

Í kvöld horfði ég á tvo þætti í sjónvarpinu, í öðrum þættinum var 4 barna faðir í pólitískri valdastöðu heimsóttur og honum fylgt inn í daginn. Í hinum var m.a. einstæðum mæðrum í láglaunastarfi eða með örorku fylgt eftir. Pólitíkusinn sagðist bera eld í brjósti og vildi starfa áfram í þágu samfélagsins, hann var í kosningaham. Mæðurnar áttu enga ósk heitari en að geta veitt börnum sínum öryggi, mat í magann og að þau hefðu tækifæri til jafns við börn annars fólks, ríkara fólks. Metnaður pólitíkussins ætti að vera sá að útrýma fátækt. Að sjá til þess að öll börn hefðu það gott, að sjá til þess að veikt og fatlað fólk búi við mannsæmandi kjör. Fólk borgar skatta sína og skyldur m.a. í vissu þess að með því tryggi það sér og sínum að ef eitthvað kemur upp á, ef það missir starfsgetu að þá muni því verða borgið. Almannatryggingakerfið sé trygging þess. Pólitíkusinn hefur í mörg ár haft tækifæri til að útrýma fátækt.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: