- Advertisement -

Kalt í skugganum á Vogi

Sú eyðilegging sem lagt var af stað með á Vogi gengur vonandi ekki eftir. Vonandi lætur formaður stjórnarinnar af störfum og vonandi dregur Valgerður Rúnarsdóttir uppsögn sína til baka. Starfið á Vogi er viðkvæmt og má ekki við svona róstum. Valgerður hefur greinilega staðið sig vel í starfi, eins og sjá má í yfirlýsingunni hér að neðan. Aðrir hafa ekki höndlað sitt hlutverk jafnvel. Þeim hefur orðið kalt í skugganum af Valgerði og gripið til eyðileggjandi viðbragða. Sem má ekki. Hér er svo yfirlýsing starfsmanna, starfsmanna sem þrá að Valgerður hætti við að hætta.

YFIRLÝSING STARFSFÓLKS MEÐFERÐARSVIÐS SÁÁ

Við undirrituð starfsfólk meðferðarsviðs SÁÁ lýsum yfir vantrausti á formann og framkvæmdastjórn SÁÁ.

Formaður og framkvæmdastjórn tilkynntu fyrirvaralaust um uppsögn lykilstarfsmanna á meðferðarsviði SÁÁ, þar á meðal yfirsálfræðingi og öllum öðrum starfandi sálfræðingum (utan eins) án samráðs við stjórnendur og fagfólk meðferðarsviðs.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þessi framkoma formanns og framkvæmdastjórnar SÁÁ gagnvart fagfólki meðferðarsviðs hefur valdið því að nú ríkir algjört vantraust á milli starfsfólks meðferðarsviðs og framkvæmdastjórnar.

Við lýsum yfir fullum stuðningi við Valgerði Rúnarsdóttur yfirlækni og forstjóra sjúkrahússins Vogs sem nú hefur séð sig tilneydda til að segja upp störfum sínum vegna þessara gerræðislegu aðgerða stjórnar sem ekki er hægt að túlka á annan hátt en vantraustsyfirlýsingu á hennar hendur. Valgerður hefur í stafi sínu sýnt að hún er rétta manneskjan til leiða faglega þjónustu og þróun meðferðarstarfs inn í nýja tíma. Framlag Ingunnar Hansdóttir yfirsálfræðings hefur verið ómetanlegt við þróun meðferðar, fræðslu og þjálfun starfsfólks og við mótun framtíðarsýnar meðferðarsviðs. Uppsögn hennar og annarra sálfræðinga er mikið reiðarslag fyrir meðferðarsvið.

Meðferð SÁÁ byggir á faglegum grunni þar sem stuðst er við vísindalega gagnreyndar aðferðir. Meðferðin er veitt af þverfaglegu teymi fagfólks, læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, sálfræðingum og áfengis- og vímuefnaráðgjöfum. Ákvörðun framkvæmdastjórnar og formanns er óafsakanleg og vinnur gegn markmiðum SÁÁ um faglega meðferð við fíknisjúkdómi.

Við lýsum yfir miklum áhyggjum okkar yfir að ófagleg stjórn félagasamtaka geti haft óskorað vald yfir rekstri meðferðarsviðs og ógnað faglegri starfsemi þess með afdrifaríkum sjálfstæðum ákvörðunum án samráðs við ábyrga yfirmenn og fagfólk.

Við förum fram á það að framkvæmdastjórn dragi til baka uppsagnir sálfræðinga og lykilstarfsfólks meðferðarsviðs og að framkvæmdastjórn og formaður stígi umsvifalaust til hliðar og stofnuð verði starfsstjórn þar sem fulltrúar allra meðferðarstétta eigi sæti.

Við förum þess á leit að heilbrigðisráðherra grípi inn í stöðu mála hjá meðferðarsviði SÁÁ með hverjum þeim hætti sem hann telur sér heimilt. Við teljum þetta vera nauðsynlegt svo ekki hljótist varanlegur skaði af núverandi ástandi fyrir starfsemi SÁÁ og þjónustu stofnunarinnar í þágu sjúklinga.

  • Víðir Sigrúnarson Yfirlæknir, sjúkrahúsinu Vogi
  • Guðbjörn Björnsson Yfirlæknir, sjúkrahúsinu Vogi
  • Gísli Stefánsson Áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ
  • Ásgrímur Jörundsson Áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ
  • Guðmann Magnússon Áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ
  • Jón Börkur Ákason Áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ
  • Karl Gunnarsson Dagskrárstjóri göngudeildar SÁÁ
  • Aðalbjörg Ósk Angantýsdóttir Ráðgjafanemi, SÁÁ
  • Torfi Hjaltason Dagskrárstjóri meðferðarstöðvarinnar Vík
  • Hörður J Oddfríðarson Dagskrárstjóri, meðferðarsvið SÁÁ
  • Sigurður Gunnsteinsson Áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ
  • Berglind Heimisdóttir Hjúkrunarfræðingur sjúkrahúsinu Vogi
  • Tinna Dögg Jóhannsdóttir Rágjafanemi SÁÁ
  • Rodrigo Vito Cruz Corcuera Hjúkrunarfræðingur sjúkrahúsinu Vogi
  • Lea Floresca Esteban Hjúkrunarfræðingur sjúkrahúsinu Vogi
  • Arndís Ásgeirsdóttir Sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi
  • Páll Heiðar Jónsson Sálfræðingur, meðferðarsvið SÁÁ
  • Guðrún Sigurðardóttir Sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi
  • Auður Teitsdóttir Móttökuritari, sjúkrahúsinu Vogi
  • Ásdís Finnbogadóttir Hjúkrunarfr., aðstoðardeildarstjóri sjúkrahúsinu Vogi
  • Helga Þormóðsdóttir Sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi
  • Bryndís Ólafsdóttir Hjúkrunarfræðingur, deildarstjóri sjúkrahúsinu Vogi
  • Sandra Björnsdóttir Sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi
  • Baldvin Þorsteinsson Rágjafanemi SÁÁ
  • Silja Jónsdóttir Sálfræðingur, meðferðarsvið SÁÁ
  • Elín Þórdís Meldal Áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ
  • Jakob Smári Magnússon Rágjafanemi SÁÁ
  • Júlía Guðrún Aspelund Lýðheilsufræðingur, meðfeðrarsvið SÁÁ
  • Sólborg Indiana Guðjónsdóttir Áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ
  • Katrín Jónsdóttir Sálfræðingur ungmennadeild SÁÁ
  • Birkir Björnsson Ráðgjafanemi, SÁÁ
  • Þóra Björk Ingólfsdóttir Sálfræðingur, meðferðarsvið SÁÁ
  • Emilija Aleksandraviciene Sjújraliði, sjúkrahúsinu Vogi
  • Vignir Fannar Valgeirsson Ráðgjafanemi SÁÁ
  • Tita Valle Hjúkrunarfræðingur, sjúkrahúsinu Vogi
  • Ingibjörg Jónsdóttir Sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi
  • Helga Agnes Björnsdóttir Sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi
  • Oddur Sigurjónsson Áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ
  • Halla Magnúsdóttir Áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ
  • Sigurbjörg Anna :ór Björnsdóttir Áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ
  • Jóna Eydís Sigurjónsdóttir Ráðgjafanemi, SÁÁ
  • Einar Þór Karlsson Ráðgjafanemi, SÁÁ
  • Ingunn Hekla Jónsdóttir Ráðgjafanemi, SÁÁ
  • Kristín Lovísa Jóhannsdóttir Hjúkrunarfræðingur, sjúkrahúsinu Vogi
  • Sunneva Ýr Sævarsdóttir Ráðjafanemi, SÁÁ
  • Þorgeir Steingrímsson Ráðgjafanemi, SÁÁ
  • Hrefna Mjöll Þórisdóttir Móttökuritari, sjúkrahúsinu Vogi
  • Sara Karlasdóttir Ráðgjafanemi, SÁÁ
  • Rakel Birgisdóttir Áfengis- og vímuefnaráðgjafi SÁÁ
  • Dagrún Þórný Marínardóttir Læknaritari, sjúkrahúsinu Vogi
  • Vigdís Margrétardóttir Jónsdóttir Ráðgjafanemi, SÁÁ
  • Natasa Stankovics Sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi
  • Guðrún Ósk Njálsdóttir Ráðgjafanemi, SÁÁ
  • Arnór Björnsson Ráðgjafanemi, SÁÁ
  • Hólmfríður Víkingsdóttir Ráðgjafanemi, SÁÁ
  • Bryndís Árný Kristínardóttir Sjúkraliðanemi, sjúkrahúsinu Vogi
  • María Svava Snæfells Ráðgjafanemi, SÁÁ
  • Bjarnrún Jónsdóttir Hjúkrunarfræðingur, sjúkrahúsinu Vogi
  • Kristrún Pétursdóttir Sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi
  • Kristín Ólafsdóttir Hjúkrunarfræðingur, sjúkrahúsinu Vogi
  • Páll Bjarnason Dagsskrárstjóri Vogi
  • Þórunn Ansnes Bjarnadóttir Ráðgjafanemi, SÁÁ
  • Vilborg Þórsdóttir Sjúkraliði, sjúkrahúsinu vogi
  • Guðrún Eyja Erlingsdóttir Sjúkraliði, sjúkrahúsinu Vogi
  • Eyþór Jónsson Læknir, sjúkrahúsinu Vogi

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: