- Advertisement -

Stjórnarandstaðan ekki síður en ríkisstjórnin

Frumvarpið var hvorki fugl né fiskur þegar það kom inn í þingið.

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar:

Hlustaði á Rauða borðið hjá Gunnari Smára þar sem þingmaður Pírata gagnrýndi mjög harðlega að áætlaður kostnaður við hlutabótaleiðina hefði rokið úr fáeinum milljörðum í upphaflegu frumvarpi upp í tugi milljarða í fjárauka. En það var bara mjög mjög fyrirsjáanleg afleiðing af því að frumvarpið var hvorki fugl né fiskur þegar það kom inn í þingið en umbreyttist þar í raunverulegt björgunarnet fyrir tugþúsundir launþega, þökk sé þrýstingi frá launþegasamtökum og vinnu velferðarnefndar (undir formennsku Helgu Völu). Vissulega hefði mátt lögfesta traustari varnir gegn misnotkun og koma á öflugra eftirliti með framkvæmdinni, en í grunninn er þetta nær eina Covid-efnahagsaðgerðin sem hefur virkað og einhverju bjargað, og það er alveg jafn mikið stjórnarandstöðunni að þakka og ríkisstjórninni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: