- Advertisement -

Velkomin til Íslands, spilltasta lands norðan Miðjarðarhafsins og vestan Úralfjalla

Það er ekki hægt að hlægja af þessu lengur.

Gunnar Smári skrifar:

Morgunblað útgerðarinnar er svo mikill brandari. Svona eru Kynnisferðir kynntar í þessari frétt:

„Þannig herma heim­ild­ir ViðskiptaMogg­ans að Kynn­is­ferðir séu meðal bjóðenda. Þar sit­ur m.a. í stjórn Steinn Logi Björns­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri hjá Icelandair og for­stjóri og eig­andi Blá­fugls. Þá herma heim­ild­ir blaðsins að Hörður Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Iceland Travel, sé Kynn­is­ferðum til ráðgjaf­ar um mögu­leg kaup á fyr­ir­tæk­inu.“

Kynnisferðir eru sem kunnugt er að 2/3 hlutum í eigu fjölskyldu Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Fjölskyldan seldi lífeyrissjóðum 1/3 félagsins fyrir fáeinu árum, náðu þá inn svo til öllu upprunalega kaupverðinu á öllu félaginu, eiga 2/3 hluta þess gratís eftir þessi viðskipti.

Fréttin í þessu máli er auðvitað að fyrir ári sömdu forráðamenn Icelandair björgunarleið félagsins í nánum tengslum við fjármálaráðuneyti Bjarna. Hluti þeirrar björgunar var að selja Iceland Travel, sem fyrirtæki fjölskyldu Bjarna er nú líklegasti kaupandi að.

Velkomin til Íslands, spilltasta lands norðan Miðjarðarhafsins og vestan Úralfjalla.

Og hvar er stjórnarandstaðan á meðan á þessu gengur? Hún er að hindra að Þórólfur Guðnason fari að níðist á fólki að ósekju. Fyrir stjórnarandstöðunni er það aðal hættan á Íslandi í dag. Það er ekki hægt að hlægja af þessu lengur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: