- Advertisement -

Kúbverjar fái Alvogen

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári og Andrés Magnússon í Silfrinu fyrr í dag.

Silfrinu var ræddi Þóra Kristín Ásgeirsdóttir um að bólusetning heimsbyggðarinnar gangi hægt. Ég nefndi að kannski væri ekki gáfulegt að ætla arðdrifnum einkafyrirtækjum í lyfjageiranum að leysa þennan vanda. Andrés Magnússon brást til varna fyrir lyfjafyrirtækin, sem er merkilegt því enginn ver þau í dag, öllum er ljóst að þetta eru krabbamein í samfélögunum. En hér er frétt um bóluefni sem Kúbverjar eru að þróa. Þeir eru líklegri til að þróa bóluefni sem nýtist hinum fátækari löndum en arðdrifin gróðafyrirtæki Vesturlanda. Kúbanskir hafa marga áratuga reynslu í að miðla getu sinni í heilbrigðismálum til fátækari landa, hafa verið nýfrjálsum löndum og frelsishreyfingum í löndum nýlendukúgunar frábær bandamaður. Kannski ættu íslensk stjórnvöld að bjóða Kúbverjum að þjóðnýta Alvogen og leggja það fyrirtæki inn til þróunar, framleiðslu og dreifingar á kúbverska bóluefninu. Þó ekki til annars en að frelsa okkur frá fréttum að mikilmennsku forstjórans.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: