- Advertisement -

Vilja að Ásgeir verði rekinn úr bankanum

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR skrifa fína grein sem birt er á Vísi. Þau krefjast þess að Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri verði rekinn frá bankanum. Snemma í greinin stendur þetta:

„Við krefjumst þess að Seðlabankastjóra verði sagt upp störfum og að ríkisstjórn Íslands fari að beita sér í vörnum fyrir heimilin svo hægt verði að koma í veg fyrir hrikalegar afleiðingar þess sem þegar hefur verið gert.

Einnig krefjumst við þess að sett verði neyðarlög til verndar heimilunum, vextir verði lækkaðir hratt niður í a.m.k. 4% og bremsa/þak sett á leiguverð.“

Svo kom þetta:

Þú gætir haft áhuga á þessum
Formennirnir þrír.
Það að ríkisstjórn Íslands standi með Seðlabankanum í að ræna fjölskyldur landsins með þeim hætti sem raun ber vitni er þyngra en tárum taki, en hér er sagan því miður að endurtaka sig.
Skjáskot: Silfrið. Samsetning: Miðjan.

„Ríkisstjórn Íslands er ríkisstjórn aðgerðarleysis, sem hefur ákveðið að standa á hliðarlínunni á meðan Seðlabankinn rústar afkomu heimila og minni fyrirtækja, þannig að þau muni jafnvel aldrei bera þess bætur. Hún ber fulla ábyrgð á aðgerðum Seðlabankans og getur ekki vikið sér undan henni enda hefur hún lýst yfir stuðningi við aðgerðir hans.

Það að ríkisstjórn Íslands standi með Seðlabankanum í að ræna fjölskyldur landsins með þeim hætti sem raun ber vitni er þyngra en tárum taki, en hér er sagan því miður að endurtaka sig.

Það er kominn tími til að minna á að forsætisráðherra sat í eftirhrunsstjórninni og hefur aldrei viljað kannast við allt það böl sem hún olli, þegar hún afhenti bönkunum varnarlaus heimilin til að leika sér að og fara með að vild.

Hún er einfaldlega að endurtaka þann ljóta leik þó að hún geri það í þetta skipti með aðgerðarleysi.

Við vitum að hér mun ekki verða bankahrun eins og var við bankaránið 2008 einfaldlega af því að núna er verið að gulltryggja bankana og fjármálakerfið.

Þegar næsta efnahagskreppa kemur í heiminum verða bankarnir á Íslandi búnir að fylla net sín af heimilum og fyrirtækjum og geta í rólegheitum farið að draga aflann inn, ef þeir bíða þá svo lengi eftir að vinna hann og slægja.

Þá munum við sjá hrun heimilanna.“

Hér kemur svo lokakafli greinarinnar:

Samanlagðar hreinar vaxtatekjur bankanna þriggja fyrstu 9 mánuði, síðustu þriggja ára nema þannig um 284,3 milljörðum.

„Það er staðreynd að bankar eru ekki að lána sparifé nema að mjög litlu leiti. Bankar búa til fé með útlánum. Þannig að þegar að það kemur fram í fyrsta eða öðru ársfjórðungsuppgjöri Landsbankans á þessu ári, að útlán bankans hafi aukist um 12 milljarða á einu ári, þýðir það að bankinn hefur „prentað“ 12 milljarða og hent út í hagkerfið. Á þessa peningaprentun bankanna hafa litlar sem engar hömlur verið settar, þó það sé fátt sem auki þenslu í hagkerfinu, s.s. verðbólgu, jafn mikið og peningaprentun í þessu magni.

Hreinar vaxtatekjur stóru bankanna þriggja jukust um 20% á milli ára og hafa aukist um 46% frá árinu 2021 þegar hreinar vaxtatekjur þeirra voru 77,2 milljarðar frá jan-sept. En eru nú 112,9 milljarðar.

Samanlagðar hreinar vaxtatekjur bankanna þriggja fyrstu 9 mánuði, síðustu þriggja ára nema þannig um 284,3 milljörðum.

Miðað við að Íslendingar séu 380.000 talsins, þá hefur hvert einast mannsbarn á Íslandi lagt 750.000 kr. í hreinar vaxtatekjur bankanna á þessum tíma og hver fjögurra manna fjölskylda 3 milljónir.

Og ef hagnaður bankanna verður 80 milljarðar á þessu ári, eins og hann stefnir í, þá gerir það 219 milljónir á hverjum einasta degi, allt árið um kring.

Eru ekki bara allir sáttir eða myndum við kannski vilja nota peningana okkar í eitthvað annað?

Við minnum á að heimilin eiga aldrei að vera notuð í fóður fyrir bankana.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: