- Advertisement -

Alvarlegur lyfjaskortur á Íslandi

Ríkisstjórn sem getur ekki komið þessum hlutum í lag á að segja af sér á stundinni.

Veikt fólk og sjúkt fær ekki jafnvel lífsnauðsynleg lyf. Sem dæmi má nefna að alls var tilkynnt um 864 tilfelli þar um á síðasta ári.

Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, talaði um þetta á Alþingi fyrr í dag.

Hann sagði:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég fæ símtal frá fötluðum einstaklingi sem fær ekki lyfið sitt og það er farið að skaða hann, er kominn með málstol — hvað er að? Hvernig getum við leyft okkur að börn og fatlað fólk fái ekki lyfin sín á Íslandi í dag? Við erum með fólk sem hefur ekki til hnífs og skeiðar. Við erum með mikinn fjölda fólks á biðlistum. En núna erum við komnir í nýja stöðu sem hlýtur að vera eitt það lágkúrulegasta sem við höfum lent í, að segja við fólk og börn: Þið fáið ekki lyfin ykkar vegna þess að við sofnuðum á verðinum. Það ber enginn ábyrgð. Hjá Lyfjastofnun vísar hver á annan. Ég segi fyrir mitt leyti: Ríkisstjórn sem getur ekki komið þessum hlutum í lag á að segja af sér á stundinni. Það er lágmarkskrafa að við séum ekki að skaða fólk, fatlað fólk, börn og eldra fólk.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: