- Advertisement -

Sjálfstæðismenn grípa til örþrifaráða

„Svona dreifing á kjörnum fulltrúum í borgarstjórn er til þess fallin að draga úr skilvirkni og stjórnfestu.“

helgi Áss Grétarsson.

Helgi Áss Grétarsson, borgarfulltrúi úr röðum Sjálfstæðisflokksins, skrifar grein á Vísi. Þar tilkynnir hann að flokkurinn vilji að framvegis verði borgarstjóri kjörinn beinni kosningu. Flokkurinn hefur setið í minnihluta í áraraðir. Ætlunin er að finna aðra leið, hraðleið að völdum:

„Á dagskrá næsta fundar borgarstjórnar Reykjavíkur er tillaga frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem efnislega gengur út á að borgarstjórinn í Reykjavík verði kjörinn beinni kosningu. Tilgangur tillöguflutningsins er að efna til umræðu um kosti og galla þess að borgarstjórinn í Reykjavík verði kjörinn milliliðalaust af kjósendum en slíkt fyrirkomulag er víða um heim, þ.m.t. í mörgum evrópskum ríkjum, svo sem Englandi, Þýskalandi, Ítalíu og Grikklandi,“ segir í grein Helga Áss.

„Auðvitað eru ýmsir gallar við það fyrirkomulag að kjósa borgarstjóra beinni kosningu. Núverandi fyrirkomulag við stjórn Reykjavíkurborgar er ekki heldur gallalaust,“ skrifar Helgi Áss. Þrátt fyrir að hann sjái að þetta yrði ekki gallalaust vill hann og aðrir borgarfulltrúar XD fara þá leið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svo kemur þetta, enn og aftur úr Valhöll:

„Í borgarstjórn sitja núna fulltrúar frá átta stjórnmálaflokkum, þar af eiga þrír þeirra eingöngu einn fulltrúa í borgarstjórn. Svona dreifing á kjörnum fulltrúum í borgarstjórn er til þess fallin að draga úr skilvirkni og stjórnfestu.“

Bjarni formaður hefur talað um flokkakraðak eða eitthvað ámóta.

„Kjarni málsins er einfaldur. Það þarf að hrista þarf upp í núverandi stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Til lengri tíma litið gæti því verið skynsamlegt að borgarstjórinn í Reykjavík sé kjörinn beinni kosningu,“ segir Helgi Áss í lok greinarinnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: