- Advertisement -

Leggja sjúkrabílnum í sparnaðarskyni

- fer þó í sjúkraflutninga þriðja hvern dag að jafnaði

Þeir peningar sem hafa farið til reskturs sjúkrabíls á Ólafsfirði verða eftirleiðis nýttir til að greiða laun hjúkrunarfræðings við sjúkrahúsið á Siglufirði. Þar er um nýráðningu að ræða.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG og Ólafsfirðingur, gerði þetta að umræðuefni á Alþingi í dag. Hún sagði þetta gert vegna samdráttar. „Þetta er í raun birtingarmynd þess að fjárveitingar eru af of skornum skammti eftir sameiningu stofnananna eins og forstöðumaður hefur ítrekað við fjárlaganefnd og birtist m.a. í lokafjárlögum sem við fjöllum um hér á eftir.“

Sjúkrabíllinn í  Ólafsfirði hefur verið starfræktur sjúkrabíll þar í ríflega 30 ár, en safnað var fyrir honum á sínum tíma af hálfu Rauða kross deildarinnar þar.

Bjarkey benti á að mikil ásókn ferðamanna er um Tröllaskaga. „Tröllaskaginn er stórt og erfitt svæði, og eru sjúkrabílar svæðisins að fara samanlagt í u.þ.b. 400 sjúkraflutninga yfir árið. Sjúkrabíllinn í Ólafsfirði er staðsettur miðsvæðis á Tröllaskaganum og því alltaf með stystan viðbragðstíma. ef kalla þarf út auka sjúkrabíl. Í fyrra voru 107 sjúkraflutningar frá Ólafsfirði, 181 frá Siglufirði og 125 úr Dalvíkurbyggð. Það kemur oft fyrir að báðir bílarnir í Fjallabyggð eru á ferð á sama tíma og við vitum að það er jú oft viðbragðstíminn sem skiptir máli. Hver mínúta getur skipt máli og hefur það svo sannarlega sýnt sig oftar en einu sinni.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: