- Advertisement -

Afturköllun IPA-styrkjanna hafði áhrif á tillöguna um slit viðræðna við ESB

Aðspurður sagði Gunnar Bragi Sveinsson, í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun, að afturkalla IPA-styrkjanna af hálfu Evrópusambandsins, verið staðfesting á að flytja þurfti þingsályktunartillögu um slit viðræðnanna.

En afturköllun styrkjanna féll í grýttan jarðveg hér heima.

Gunnar Bragi sagði sér hafa verið brugðið vegna þess að Evrópusambandið hafði skrifað undir ákveðna samninga, sem einstaklingar og stofnanir tengdust. Ríkið kom óverulega að þessu. Ég hefði haldið að Evrópusambandið myndi standa við samningana. Eins mikið og ég var á móti styrkjunum taldi ég rétt að klára þau sem voru i gangi. „Á þetta féllst Evrópusambandið ekki og uppfyllti ekki samningana, sem það hefði átt að gera.“

Gunnar Bragi sagði jafnframt: „Það er ekki hægt að taka við IPA-styrkjum þegar ríkisstjórnin ákveður að leggja viðræður til hliðar og hætta samningaviðræðum við Evrópusambandið.“

En afdrif tillögurnar eru þau ekki snautleg fyrir ráðherrann og er hann af baki dottinn eða mun hann endurvekja málið á næsta þingi:

„Ég er tilbúinn að flytja tillöguna aftur á næsta þingi, eða aðra tillögu, ef að það er samþykkt ríkisstjórnarinnar eða stjórnarflokkanna að gera það.”


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: