- Advertisement -

Ábyrgð „róttæka sósíalistaflokksins“ er mikil

Björgvin Guðmundsson.

Björgvin Guðmundsson skrifar: Ábyrgð „róttæka sósíalistaflokksins“ er mikil. Flokkurinn kom BB til valda á ný, gerði hann að fjármálaráðherra eftir að hann hafði hrökklast úr stól forsætisráðherra í fyrri ríkisstjórn vegna spillingarmála.

Eðlilegt hefði verið og samkvæmt lýðræðisreglum, að BB hefði fengið langt frí frá stjórnarstörfum eftir „afrekin“ í stjórninni með Viðreisn og Bjartri framtíð. „Róttæki sósíalistaflokkurinn“ gerði sömu mistökin í stjórn með BB og Björt framtíð hafði gert, setti engin skilyrði fyrir stjórnarþátttöku, settist í stjórnina án nokkurra skilyrða. Fyrir bragðið hefur KJ ekki komið einu einasta stefnumáli sínu fram en hefur barist af mikilli hörku fyrir stefnumálum BB svo sem að halda launum niðri og nær óbreyttum.

Þetta hefur verið stefnumál flokks BB í öllum vinnudeilum en ekki stefna „róttæka sósíalistaflokksins“, sem á rætur sínar að rekja til tveggja verkalýðsflokka. Aðalverkefni KJ leiðtoga „róttæka sósíalistaflokksins“ allt þetta ár hefur verið að berjast gegn launahækkun láglaunafólks og að halda lífeyri aldraðra og öryrkja niðri og óbreyttum þrátt fyrir loforð í kosningunum um að hækka ætti lífeyrinn.

Þetta er ömurlegt hlutskipti leiðtoga „verkalýðsflokks“ og fróðlegt að bera þetta saman við stjórnarsamvinnu Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins 1944-1946 (nýsköpunarstjórnin) og 1959-1971 (viðreisnarstjórnin). Alþýðuflokkurinn kom fram stofnun almannatrygginga í fyrri stjórninni og stóreflingu trygginganna í þeirri seinni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: