- Advertisement -

Æpandi þögn Lilju Rafneyjar

Mun atvinnuveganefnd Alþingis fara með gagnrýnum hætti yfir málið?

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Þögn formanns atvinnuveganefndar Alþingis, Lilju Rafneyjar um efnahagslegt voðaverk sjávarútvegsráðherra þegar hann bannaði fyrirvaralaust grásleppuveiðar, er orðin verulega vandræðaleg. Áhugaleysið eða vandræðagangurinn er sér í lagi furðulegur í ljósi þess að gerræðisleg ákvörðun ráðherra kemur verst niður á fjölskyldufyrirtækjum í kjördæmi Lilju Rafneyjar. Á að túlka þögnina með þeim hætti að hún sé hæstánægð með vinnubrögð og ákvörðun ráðherra eða hvað?

Er hún sátt við að ráðherra noti óheflaðar aðferðir og setji fjárhag fjölmargra smáfyrirtækja í uppnám til þess að reyna þröngva fram undarlegum pólitískum markmiðum sínum, þ.e. kvótasetningu á grásleppu?
Nú hef ég rætt við nokkra kollega mína líffræðinga og fiskifræðinga sem hafa farið yfir ráðgjöf Hafró og eru þeir á einu máli um að umrædd ráðgjöf hvíli á afar veikum stoðum svo ekki sé meira sagt. Í fyrsta lagi er vafasamt að notuð sé mæling frá árinu 2019 til að meta veiðigetu stofnsins í ár, ekki síst þegar vitað er grásleppan kemur aðeins einu sinni á æviskeiði sínu til hrygningar. Fleira var nefnt s.s. forsendur aflareglu, óvissu í mælingum og að ráðgjöfin er ekki í samræmi við niðurstöður úr öðrum mælingum s.s úr netaralli og afla á sóknareiningu. Mun atvinnuveganefnd Alþingis fara með gagnrýnum hætti yfir málið?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: