- Advertisement -

Ætlar að tala um sama málið daglega / vill knýja fram svör frá Kristjáni Þór

…um getu þessara stærstu útgerðarfyrirtækja okkar til að sölsa undir sig landið og miðin.

„Ég ætla að nota tækifærið undir þessum ágæta lið til að gera það sem ég var eiginlega búin að upplýsa að ég myndi gera og það er að koma hér daglega og minna á að nú eru liðnir fimm mánuðir og gott betur frá því að Alþingi óskaði eftir skýrslu frá hæstvirtur sjávarútvegsráðherra sem fæli í sér upplýsingagjöf til þingsins og til íslenskrar þjóðar um fjárfestingar stærstu útgerðarfyrirtækja landsins í atvinnurekstri sem er óskyldur sjávarútvegi,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson á þingi í gær.

„Ég á bara 20 sekúndur eftir þannig að ekki dugar að þylja upp þann lista sem ég veit að er til staðar. Það er ekki stórkostlega flókið verkefni að vinna þessa skýrslu. Ég veit það. Það getur hins vegar verið mjög flókið pólitískt úrlausnarefni fyrir ríkisstjórn þeirra þriggja flokka sem standa vörð um þetta fyrirkomulag, um getu þessara stærstu útgerðarfyrirtækja okkar til að sölsa undir sig landið og miðin. En við bíðum og það eru liðnir fimm mánuðir og tveir dagar, á morgun fimm mánuðir og þrír dagar. En meira um það á morgun.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: