- Advertisement -

Af hverju skoðar Landsvirkjun sæstreng?

Arður þjóðarinnar gæti aukist á sama hátt og þegar íslenskur fiskur er seldur á nýja markaði.

Landsvirkjun.is: Mikil tækifæri geta falist í sæstreng fyrir Landsvirkjun og Ísland og veigamiklar röksemdir hníga að því að taka þennan kost til alvarlegrar skoðunar. Í fyrsta lagi myndi Ísland rjúfa einangrun sína með tengingu til Evrópu sem gerði Landsvirkjun kleift að selja rafmagn á hagstæðu verði á nýjan markað með aðrar þarfir en áður hefur þekkst hérlendis.

Arður íslensku þjóðarinnar af náttúruauðlindunum gæti þannig aukist á sama hátt og þegar íslenskur fiskur er seldur á nýja markaði. Í öðru lagi myndi sæstrengur gera Íslendingum kleift að sýna aukna ábyrgð með því að bæta til muna nýtingu þegar virkjaðra auðlinda. Um þriðjungur þeirrar orku sem færi um sæstreng er þegar til í kerfinu og mun þessi orka, sökum orkuöryggissjónarmiða, áfram vera ónýtt svo lengi sem raforkukerfið er einangrað. Í þriðja lagi myndi orkuöryggi Íslands batna, þar sem hægt yrði að flytja inn rafmagn ef ófyrirséðar aðstæður sköpuðust í raforkukerfinu. Í fjórða lagi gæti sæstrengur verið þáttur í sameiginlegu verkefni alþjóðasamfélagsins við að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda, með því að nýta betur endurnýjanlegar orkuauðlindir Íslands í stað orkugjafa sem fylgir meiri mengun.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: