- Advertisement -

Af hverju Vinstri græn?

„Ég held að fólk verði bara að horfa á staðreyndirnar og tölurnar sem hér eru lagðar fram en ekki vitna í frasa um að þetta sé ávísun á fátækt og eymd,“ sagði forsætisráðherra um fullyrðingar Öryrkjabandalagsins.

„Af hverju vilja Vinstri græn ekki setja krónu til viðbótar í barnabætur og vaxtabætur næstu fimm árin? Af hverju vilja Vinstri græn setja nánast sömu krónutölu í framhaldsskólana næstu fimm árin? Af hverju vilja Vinstri græn setja helmingi minna fjármagn í uppbyggingu leiguíbúða en nú er gert?“

Þannig hóf Ágúst Ólafur Ágústsson ræðu um fjármálaáætlunina. Hann var rétt að byrja spurningarnar. Skoðum framhaldið.

Af hverju eru Vinstri græn í ríkisstjórn?

„Af hverju vilja Vinstri græn einungis setja einn þriðja af því sem var búið að lofa í háskólana? Af hverju vilja Vinstri græn tekjuskattslækkun sem færir þingmanninum þrisvar sinnum meiri lækkun en það sem kennarinn fær? Af hverju vilja Vinstri græn setja lækkun bankaskatts upp á 6 milljarða kr. í forgang? Af hverju vilja Vinstri græn einungis tryggja framlög til aldraðra og öryrkja sem samsvara aðallega fjölgun þessara hópa? Af hverju standa Vinstri græn að fjármálaáætlun sem Öryrkjabandalag Íslands kallaði ávísun á fátækt og eymd?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ágúst Ólafur var ekki hættur. „Af hverju vilja Vinstri græn beinlínis lækka framlög til menningar, lista, íþrótta- og æskulýðsmála næstu fimm árin? Af hverju dregst samneyslan saman næstu fimm árin þrátt fyrir orð forsætisráðherra fyrir nokkrum mánuðum um að samneyslan ætti að aukast vegna innviðauppbyggingar og breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar? Af hverju stöndum við frammi fyrir uppsöfnuðum vanda og hugsanlegu verkfalli einnar mikilvægustu kvennastéttar landsins, ljósmæðra, á vakt Katrínar Jakobsdóttur og Vinstri grænna? Af hverju eru Vinstri græn eiginlega í þessari ríkisstjórn?“

Öryrkjar voru hófstilltari en nú

„Byrjum á örorkulífeyrisþegum,“ saðgi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í upphafi sinnar ræður.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins. Katrín forsætisráðherra er ekki sátt við viðbrögð formannsins vegna fjármálaáætlunarinnar. . „Ég held að fólk verði bara að horfa á staðreyndirnar og tölurnar sem hér eru lagðar fram en ekki vitna í frasa um að þetta sé ávísun á fátækt og eymd,“ sagði ráðherrann.

„Háttvirtur þingmaður vísar í viðbrögð Öryrkjabandalags Íslands við áætluninni. Ég hef líka kynnt mér viðbrögð Öryrkjabandalags Íslands við síðustu fjármálaáætlun. Þau voru töluvert hófstilltari þó að þar væri í raun gert ráð fyrir minni fjármunum til framfærslu örorkulífeyrisþega. Ég held að fólk verði bara að horfa á staðreyndirnar og tölurnar sem hér eru lagðar fram en ekki vitna í frasa um að þetta sé ávísun á fátækt og eymd, eins og hér sé beinlínis boðaður niðurskurður á framlögum til örorku þegar staðreyndin er sú að hér er verið að auka um sex milljarða á næsta ári.“

Þá að skattabreytingunum: „Tökum það sem háttvirtur þingmaður segir um tekjuskattslækkun sem mun skila þessu og þessu, eins og háttvirtur þingmaður orðar það. Hér er ég búin að fara margoft yfir það að í undirliggjandi forsendum þessarar áætlunar er gert ráð fyrir skattalækkunum sem nemi, eða samsvari eins og það er orðað mjög skýrt, eins prósentustigs tekjuskattslækkun. Síðan er farið yfir hvaða leiðir séu færar í því til að tryggja að slík skattalækkun myndi þá gagnast best hinum tekjulægstu. Ég hef rætt hér um persónuafsláttinn. Ég spyr háttvirtan þingmann: Er hann ósammála mér um að það sé gott að við ræðum á þingi um að skoða slíkar leiðir og aðferðir og hvort við teljum þær ná þeim markmiðum sem við viljum ná, sem og samspili við bótakerfið? Finnst honum ekki jákvætt að við ætlum að reyna að taka þessa umræðu, ekki bara við aðila vinnumarkaðarins heldur líka hér á Alþingi, þannig að við getum skapað aukna sátt um skattkerfið? Eða vill hv. þingmaður sjá annars konar vinnubrögð?“

Katrín sagði að lokum: „Ég vísa líka til háskólanna. Háttvirtur þingmaður var með ansi mörg orð hér en við sjáum mun meiri aukningu til háskólastigsins, sem ég er mjög stolt af eftir að hafa setið sem menntamálaráðherra í ríkisstjórn á tímum sem þurfti að skera niður til þessara mikilvægu stofnana. Við erum að horfa á að háskólastigið er loksins á leiðinni þangað sem það á heima í okkar útgjaldamálum.“

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: