- Advertisement -

Afleiðingar frekjukasts ráðherrans

„Er ekki mögulegt að strandveiðisjómenn geti nú fengið það sem úr askinum var tekið í seinasta frekjukasti ráðherra? Er mögulegt að kannski sé hægt að hugsa um strandveiðiflotann eins og er hugsað um uppsjávarflotann eða þessi efstu átta kvótahæstu fyrirtæki?“

Þetta skrifar Gunnar Ingiberg Guðmundsson.

„Eins og við var búist stefnir allt í það að kvótinn klárist á undan tímabilinu. Það var flestum ljóst að einhverjir bátar bættust við vegna grásleppunnar og því lestarslysi. Það ljóst að þúsund tonna lækkun í þorski myndi að öllum líkindum leiða til þess að veiðar hættu snemma í ár.

Á sama tíma fær stórútgerðin auknar heimildir til þess að færa kvótann milli ára svo að þeir þurfi nú ekki að selja aflann úr landi áður en krónan fellur í gegnum gólfið. Nú vill svo til að ráðherra mælti svo að strandveiðiflotinn hefði nú ekki náð öllum aflanum seinast. Heldur ekki árið áður. Menn bentu nú á að það hefði verið slæm tíð og það kæmi að því að svo yrði ekki.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: