- Advertisement -

Afnám eignaskatta jók eignaójöfnuð

Gunnar Smári skrifar:

Hér er komið inn á eina af þversögnum skattalækkana á hin efnameiri á nýfrjálshyggjutímanum. Hér heima voru eignaskattar afnumdir 2005 eftir að hafa verið hér veigamikil innheimta til að fjármagna velferðarþjónustu allt frá því að tíund var tekin upp 1067. Afnám eignaskatta jók eignaójöfnuð, jók aðstöðumun þeirra sem eiga og þeirra sem ekki eiga.

Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundar, leggur hér til að fólk sem þarf á vist á hjúkrunarheimilum greiði fullt gjald fyrir það, allt þar til að eignirnar eru uppurnar. Sem er líka fornt kerfi, eignafólk ánafnaði kaþólsku kirkjunni eigum sínum gegn því að fá umönnun í klaustrum í ellinni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Á eftirstríðsárunum var byggt upp í okkar heimshluta almennt velferðarkerfi sem allir höfðu rétt á. Þetta kerfi byggði á stigvaxandi skattheimtu eftir tekjum og eignum en jöfnu aðgengi að þjónustu eftir þörfum. Með skattalækkunum á hin ríku, þar með afnámi eignaskatta, sem var fyrst og fremst skattur á hin allra ríkustu, var grunninum kippt undan þessu kerfi.

Í stað þess að taka upp kerfi kaþólsku kirkjunnar eða fulla gjaldtölu af gömlu fólki sem þarf á sjúkrahúsvist að halda; liggur beint við að skrúfa ofan af skaðvaldinum sjálfum. Sem er eyðilegging nýfrjálshyggjunnar á skattkerfinu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: