Þá má ekki gleyma hlutverki Dags B. Án hans var Samfylkingin í borginni vanbúinn her, sem lá vel við höggi.
Þröstur Ólafsson.
Þröstur Ólafsson skrifaði:
Sérstætt uppátæki en ekki ófyrirsjáanlegt, ef grannt er skoðað. Gömlu valdaflokkarnir gátu ekki látið bæði ríki og borg vera í fjandmannaflokki. Auk þess var velgengni Samfylkingarinnar þeim öllum áhyggjuefni. Á hana þurfti að slá. Þetta þarf forysta Samfylkingarinnar að muna. Enginn er annars vinur í leik.
Gömlu flokkarnir fóru á stjá og fiskuðu. Kannski voru eftirgjafar Samfó við ríkisstjórnarmyndunina hvatning fyrir Viðreisn og Flokk fólksins til að höggva áfram? Veður eru válynd. Fullrar varúðar og gætni er þörf. Sannfæring fyrir ákveðinni samfélagssýn greinilega ekki til staðar.
Vissulega voru, eru og verða átök um borgarþróun til framtíðar. Mesti vandræðagangur fyrrverandi meirihluta var óhæfi hans að brúa gjána mill þess sem stefnt var að (Borgarlína) og núverandi ástands, þar sem bílum og fyrirtækjum er miskunnarlaust ýtt út úr borginni – án þess að neitt nýtt kæmi í staðinn. Þétting byggðar afar mikilvæg.
Bíllaus borg er hins vegar glapsýn í bili. Þá má ekki gleyma hlutverki Dags B. Án hans var Samfylkingin í borginni vanbúinn her, sem lá vel við höggi. Örlög hans í pólitísku framhaldslífi eru vonbrigði. Sjáum hvað setur.