- Advertisement -

Amatörleg pólitík fjármálaráðherra

„Stjórnarsáttmálinn er sáttmáli stjórnarflokka en rís ekki ofar lögum.“

Atli Þór Fanndal.

Stjórnmál „Fjármálaráðherra fór langt út fyrir valdsvið sitt um helgina þegar hún notar Facebook til afskipta af einstaka viðskiptum Landsbanka. Fyrir utan hvað þetta er amatörleg pólitík þá er það þannig að ráðherra fer ekki með daglegan rekstur eða einstaka viðskipti ríkisbankanna,“ skrifar Atli Þór Fanndal framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International.

„Ráðherra er ekki Bankasýslan, ekki stjórn og ekki bankastjóri ríkisbanka,“ skrifar Atli og svo þetta:

„Stjórnarsáttmálinn er sáttmáli stjórnarflokka en rís ekki ofar lögum. Hann er samkomulag flokka um hvert skal stefnt en hefur að öðru leiti ekki bindandi áhrif á nokkurn mann utan stjórnarflokkanna og engum leynist að stjórnarliðar taka nú ekki mikið mark á þessum sáttmála. Það eru lög í landinu og ráðherrar eiga að starfa innan ramma þeirra hvort sem þeir eru að máta formannsstól í eigin flokk eða ekki.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: