- Advertisement -

ASÍ: Tilraunin hefur mistekist

Kjaramál. „Nú er ljóst að tilraunin hefur mistekist. Stórir hópar sem sömdu í kjölfarið hafa samið um allt annað og meira en talið var að væri til skiptana í kringum áramótin,“ segir meðal annars í álykrun miðstjórnar Alþýðusambands Íslands.

Nú telur miðstjórn ASÍ einsýnt að verkefnið í þeim samningum sem eftir á að gera á þessu ári, til að mynda ASÍ félaga við sveitarfélög taki mið af nýgerðum samningum við kennara, flugmenn og fleiri. Þá er ljóst að í þeim kjarasamningum sem losna upp úr næstu áramótum verður áherslan á að leiðrétta hlut þeirra sem setið hafa eftir í launabreytingum á þessu ári, segir einnig í ályktuninni.

Aðildarfélög ASÍ gerðu kjarasamning við Samtök atvinnulífsins um síðustu áramót sem ætlað var að stuðla að stöðugleika í gengi og verðlagi. Samningsaðilar litu á samninginn sem tilraun sem byggði á því að breið samstaða næðist í samfélaginu um þá sýn að leggja áherslu á stöðugleika og hóflegar kauphækkanir. Samið var um 2,8% almennar launahækkanir auk sérstakra hækkana á lægstu laun.

„Nú er ljóst að tilraunin hefur mistekist. Stórir hópar sem sömdu í kjölfarið hafa samið um allt annað og meira en talið var að væri til skiptana í kringum áramótin. Má þar nefna grunn- og framhaldsskólakennara sem sömdu við ríki og sveitarfélög um tæplega 30% hækkanir til þriggja ára, flugmenn sem meta nýgerðan skammtímasamning sinn við Icelandair á 8% á ársgrundvelli og háskólamenn hjá sveitarfélögum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: