- Advertisement -

Áslaug Arna og atvinnubótavinnan

Dómsmálaráðherrann, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hefur ráðið Jón Steinar Gunnlaugsson til að skrifa skýrslu um breytta meðferð sakamála. Hún leitaði ekki langt yfir skammt. Þegar eru á göngudeild dómsmálaráðuneytisins þeir Ólafur Helgi Kjartansson og Haraldur Johannessen. Nú bætist Jón Steinar við.

Í gegn skín að um atvinnubótavinnu sé að ræða rétt eins og þegar þeir félagar Hannes Hólmsteinn og Björn Bjarnason fengu drjúgan pening fyrir að skila skýrslum sem fáar hafa lesið. Skýrslur sem engu skipta. Enn er róið á sömu mið.

Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að starfandi er réttarfarsnefnd. Í blaðinu segir:

„Réttarfarsnefnd, sem er ráðherra til ráðgjafar í málum sem varða réttarfar, hefur ekki fengið upplýsingar um þessa vinnu ráðuneytisins né hefur verið óskað eftir aðkomu nefndarinnar að málinu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sigurður Tómas Magnússon, er formaður réttarfarsnefndarinnar. Það er rætt við hann í Fréttablaðinu:

„Réttarfarsnefnd hefur ekki fengið erindi og er alveg ókunnugt um þetta,“ segir Sigurður Tómas Magnússon, hæstaréttardómari og formaður réttarfarsnefndar. Hann segir það oft hafa gerst að öðrum en nefndinni sé falið að sinna ýmsum verkefnum á sviði réttarfars, þótt réttarfarsnefnd hafi yfirleitt einhvern tíma í ferlinu komið að því. „Við erum náttúrulega fyrst ráðgefandi gagnvart ráðherra, ýmist um þau frumvörp sem búið er að semja eða á eftir að semja.“

Meira lifandis bullið. Fyrir er starfandi nefnd sem er sett til þeirra sömu verka sem Jón Steinar á að sýsla við.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: