- Advertisement -

Ásmundur Einar kallar ríkisfjármálaáætlun Bjarna „plaggið“

„Ég sagði það líka hér í upphafi að við erum auðvitað að ræða þetta plagg á miklum óvissutímum. Fréttirnar breytast dag frá degi og við erum að gera áætlanir og þær breytast dag frá degi vegna þess að það hefur enginn stjórn á þessari veiru,“ sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra í umræðu um ríkisfjármálaáætlun Bjarna Benediktssonar.

Ásmundur Einar tekur þar nokkuð með Katrínu Jakobsdóttur sem sagði af sama tilefni:

„Ég tel að það væri mjög óeðlilegt að núverandi ríkisstjórn, undir lok kjörtímabils, væri að leggja fram miklar framtíðaraðgerðir inn á næsta kjörtímabil sem hugsanlega verður einhverra annarra að útfæra.“

Vissulega er erfitt að ráða í hver staðan verður næstu vikur og mánuði, svo ekki sé talað um ár. Hin umdeilda ríkisfjármálaáætlun á víst að gilda fyrir árin 2022 til 2026. Sem sagt allt næsta kjörtímabil. Aðrir ráðherrar, ekki síst Bjarni, ættu að leggja við hlustir þegar forsætisráðherrann talar. Hún eflaust hitti naglann á höfuðið:

„Ég tel að það væri mjög óeðlilegt að núverandi ríkisstjórn, undir lok kjörtímabils, væri að leggja fram miklar framtíðaraðgerðir inn á næsta kjörtímabil sem hugsanlega verður einhverra annarra að útfæra.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: