- Advertisement -

Átök í Sjálfstæðisflokki – Brynjar segir Vg vera stækan og gamlan vinstri flokk

Ef flokkurinn ætlar að halda þessu samstarfi óbreyttu vegna þess að formönnum ríkisstjórnarflokkanna líður vel svo saman og ráðherrum annt um stólana, er viðbúið að brestir myndist í samstöðu hægri manna og borgaralega afla.

Brynjar Níelsson.

„Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú verið í stjórn í sex ár með stækum vinstri flokki af gamla skólanum og venjulegum Framsóknarflokki sem veit sjaldan í hvorn fótinn hann á að stíga og forðast að taka erfiðar ákvarðanir. Nú er svo komið að sjálfstæðismenn er víða mjög óhressir með stöðuna á stjórnarheimilinu og eru hreinlega ekki að átta sig fyrir hvað flokkurinn stendur í þessu stjórnarsamstarfi. Menn láta ekki sjást hver ágreiningsatriðin eru og varla nokkur talar um borgaralegar áherslur lengur,“ þetta er upphaf greinar sem Brynjar Níelsson skrifar og birt er á Viljanum, viljinn.is.

Hvers vegna þar: „Nú er svo komið að varla er til vefmiðill þar sem borgaraleg rödd heyrist, nema að vera skyldi Viljinn. Þess vegna birtist þessi pistill þar.“

Brynjar kemur víða við. Eftir að hafa farið yfir einstaka stefnumál skrifar hann þetta í lok greinarinnar:

Þú gætir haft áhuga á þessum
Styttist í næsta flokksráðsfund hjá Sjálfstæðisflokki.
„Ætlar þingflokkurinn að halda þessu samstarfi óbreyttu áfram án þess að náist samkomulag um að koma þessum málum í lag sem hér eru reifuð?“

„Þann 26. ágúst nk. er boðaður flokksráðsfundur hjá Sjálfstæðisflokknum. Ætla ráðherrar flokksins og þingmenn á þeim fundi að láta eins og allt sé í lagi og ekkert í skorist? Ætlar þingflokkurinn að halda þessu samstarfi óbreyttu áfram án þess að náist samkomulag um að koma þessum málum í lag sem hér eru reifuð?

Ef flokkurinn ætlar að halda þessu samstarfi óbreyttu vegna þess að formönnum ríkisstjórnarflokkanna líður vel svo saman og ráðherrum annt um stólana, er viðbúið að brestir myndist í samstöðu hægri manna og borgaralega afla. Nú er nauðsynlegt fyrir ráðherra flokksins og þingmenn að tala skýrt fyrir stefnu og áherslum ef ekki á illa að fara.

Flokksmenn hafa takmarkaða þolinmæði fyrir stefnuleysi og innantómri froðu.“

Samkvæmt þessu, sem og öðrum greinum eftir aðra, er sem Sjálfstæðisflokkurinn sé í bráðri hættu með að klofna.

Greinin er eftirtektarverð. Til dæmis þetta:

„Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að nýta auðlindir landsins og tækifærin sem felast í atvinnufrelsinu. Svo gerist það í stjórnarsamstarfinu að matvælaráðherra Vg stöðvar heila atvinnugrein fyrirvaralaust þegar síst skyldi og án þess að tala við kóng eða prest. Í stað þess að stíga fast niður fæti heyrast ámátleg andmæli frá örfáum þingmönnum flokksins. Auðvitað heyrist ekki neitt í forystu Framsóknar nema að þeir séu ósammála matvælaráðherranum. Það eru öll ósköpin.

Brynjar fjallar mikið um orkumálin:
„Allir vita að ekkert gerist í þessum málum í stjórnarsamstarfi við Vg, enda fögnuðu þingmenn þeirra innilega þegar umboðslaust fólk út í bæ felldi virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun úr gildi.“

Á þessum sex árum hefur lítið sem ekkert gerst í orkumálum, hvort sem það er í virkjunarmálum eða flutningi á orku. Þetta aðgerðarleysi hefur verið þjóðinni dýrkeypt. Allir vita að ekkert gerist í þessum málum í stjórnarsamstarfi við Vg, enda fögnuðu þingmenn þeirra innilega þegar umboðslaust fólk út í bæ felldi virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun úr gildi. Ég ætla að vona að okkar ágæti umhverfisráðherra taki til hendinni í þessum málaflokki en hann hefur ekki endalausan tíma. En því miður mun lítið gerast í þessum málaflokki í samstarfi við Vg enda flokkurinn í raun á móti öllum virkjunum og togar í alla hemla sem finnast.“

Hér er ekkert sparað. Eitthvað í þessa áttina hefur heyrst frá fleiri Sjálfstæðisflokksmönnum.

Ónýt lög um útlendinga

„Við höfum búið við ónýt lög um útlendinga svo lengi sem elstu  menn muna. Menn ættu að vera búnir að læra að þverpólitísk samvinna í löggjafarstörfum er dæmd til að misheppnast. Hér er stjórnlaust kerfi þegar kemur að umsóknum um alþjóðlega vernd. Hér er engin móttökustöð fyrir umsækjendur og þeim hleypt inni í landið eftirlitslaust án þess að við vitum jafnvel hver viðkomandi er. Fæstir uppfylla skilyrði til að teljast flóttamenn og þegar umsókn hefur verið hafnað finnast þeir ekki eða íslenskir aktivistar koma í veg fyrir að hægt sé að framfylgja úrskurðum.

Brynjar er mikið niðri fyrir í útlendingamálunum:
Þetta blæti íslenskra stjórnmálamanna til að færa allt vald til manna sem engin kaus og enga ábyrgð bera er rannsóknarefni. Svona fyrirkomulag stenst illa stjórnarskrána því samkvæmt henni ber ráðherra ábyrgð á öllum stjórnarathöfnum.

Eins og í umhverfis-og auðlindamálum er í málefnum umsækjenda um vernd allt vald fært til umboðslausra manna úti í bæ. Þetta ágæta fólk hefur komist að því að allir íbúar úr sæluríki sósíalismans skuli sjálfkrafa njóta viðbótarverndar á Íslandi þótt ekkert stríð sé þar eða ástæða til að ætla að líf og limir umsækjenda sé í hættu. Það hlýtur að gilda um önnur sæluríki þeirrar hugmyndafræði. Ef Íslendingar skyldu ekki vita það þá eru íbúar þessara landa margar milljónir.

Þetta blæti íslenskra stjórnmálamanna til að færa allt vald til manna sem engin kaus og enga ábyrgð bera er rannsóknarefni. Svona fyrirkomulag stenst illa stjórnarskrána því samkvæmt henni ber ráðherra ábyrgð á öllum stjórnarathöfnum. Önnur lönd eru búin að sjá í gegnum þetta rugl, eins og kosningar í Finnlandi, Svíþjóð, Ítalíu, Grikklandi og nú síðast á Spáni bera með sér. Meira að segja jafnaðarmenn í Danmörku eru raunsæir, öfugt við svokallaða jafnaðarmenn á Íslandi, sem eru einhvers konar naivistar með bundið fyrir bæði augun. Ekki þarf neinn speking til að átta sig á að nauðsynlegu regluverki í þessum málaflokki verður ekki komið á í stjórnarsamstarfi við Vg nema með látum.“ 

Ákall

Það er lítið eftir af greininni svo best er að birta það sem út af stendur:

Pólitík dagsins:
„Hægri menn og aðrir borgaralega sinnaðir menn, sem ég tel vera meirihluti landsmanna, verða að láta meira í sér heyra.“

„Hægri menn og aðrir borgaralega sinnaðir menn, sem ég tel vera meirihluti landsmanna, verða að láta meira í sér heyra. Ekki hræðast ofstækið og upphrópanir í öllum þessum vinstri miðlum sem reknir eru fyrir fé frá skattgreiðendum að mestu. Svo eru stjórnmálamenn svo óforskammaðir að dæla fé í framboð sem komu ekki manni á þing, mörg hundruð milljónum, sem notað er síðan til að reka fjölmiðil til að boða sömu hugmyndafræði og löndin byggja á sem enginn vill búa í og landsmenn flýja unnvörpum frá.

Nú er svo komið að varla er til vefmiðill þar sem borgaraleg rödd heyrist, nema að vera skyldi Viljinn. Þess vegna birtist þessi pistill þar.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: