- Advertisement -

Átökin á Gaza / Gulli hringdi til Noregs

„Það liggur algjörlega klárt fyrir af hálfu íslenskra stjórnvalda að þessar aðgerðir eru ólögmætar, þær brjóta í bága við alþjóðalög, alþjóðlegan mannúðarrétt og við höfum lýst þeirri afstöðu okkar. Hæstvirtur utanríkisráðherra átti símafund með utanríkisráðherra Noregs nú um helgina,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á þingi í gær.

Noregur á sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem þessi mál hafa verið til umræðu. „Okkar afstaða er algjörlega skýr: Það á að virða alþjóðalög og árásir óbreyttra borgara eru algerlega óásættanlegar. Við höfum líka minnt á það að Ísland hefur viðurkennt sjálfstæði Palestínu og lausn á þessum átökum verður að byggjast á tveggja ríkja lausn. Fyrir liggur að það er afstaða íslenskra stjórnvalda.“

Það var Halldóra Mogensen sem spurði Katrínu: „Hvað ætlar ríkisstjórn hæstvirtur forsætisráðherra að gera í þessu máli? Hvaða aðgerða á að grípa til að hennar mati?“

Halldóra var ekki sátt við svar Katrínar og sagði.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Halldóra Mogensen:
Hvað er svoleiðis afstöðuleysi annað en bara fullkominn heigulsháttur?
Skjáskot: RÚV.

Ég get ekki annað séð en að svar hæstvirtur utanríkisráðherra undanfarna daga, það sem við höfum séð í fjölmiðlum, virðist vera að gera ekki neitt nema einhver annar geri það fyrst. Það er það sem við erum að sjá. Það er hægt að hafa alls konar orð uppi en þetta snýst um aðgerðir og við getum alveg sýnt gott fordæmi þó að aðrar þjóðir séu ekki á undan okkur. Við getum alveg leitt leiðina. Ég spyr bara: Hvað er svoleiðis afstöðuleysi annað en bara fullkominn heigulsháttur? Að sama skapi hefur þingflokkur VG gefið út einhvers konar yfirlýsingu um helgina þar sem landtökustefna Ísraels er fordæmd, gott og vel, en málfundaæfingar þingflokks forsætisráðherra eru innantómt hjal miðað við þær raunverulegu aðgerðir sem forystuflokkur í ríkisstjórn Íslands gæti sett í gang ef hann raunverulega vildi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: