- Advertisement -

Bakarí fara ekki að settum reglum

Gera varð athugasemdir við 22 bakarí af þeim 39 sem Neytendastofa kannaði. Verðmerkingum er víða ábótavant.

Athugað var hvort verðmerkingar væru í lagi í borði, gos- og mjólkurkælum og öðrum hillum sem voru til staðar. „Augljóst er að verðmerkingar í bakaríum eru langt frá því að vera viðunandi og þurfa fyrirtækin að fara vel yfir verðmerkingar og verklag í bakaríum sínum og bregðast fljótt við tilmælum Neytendastofu til að forðast sektir,“ segir á vef Neytendastofu.

Athugasemdir voru sem sagt gerðar við 22 bakarí, sérstaklega var tekið eftir að vörur sem voru á afgreiðsluborði eða stökum borðum í versluninni voru oft óverðmerktar. Þá var ástand á verðmerkingum í kælum mjög oft ábótavant.

„Neytendastofa fór síðast í verðmerkingaeftirlit í bakarí árið 2015 og virðist þörf á framkvæma það oftar til þess að verðmerkingar séu í viðunandi horfi.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: