- Advertisement -

Bankar „rukka“ fyrir jólagjafir

Þorsteinn Sæmundsson alþingismaður.

Neytendur „Mig langar til að geta um eitt atriði sem er innlegg bankanna í jólahátíðina núna þetta árið. Þeir gefa út og selja svokölluð gjafakort, fyrir 1.500 kr. stykkið held ég, þar sem einstaklingar og fyrirtæki geta lagt inn á kort og gefið vinum og vandamönnum í jólagjöf,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðfolkksins, á Alþingi í dag.

„En þar með er ekki öll sagan sögð og bankarnir eru ekki alveg búnir að sleppa hendinni af þessari jólagjöf því að sá sem reynir að innleysa eða „tæma“ þetta viðskiptakort þarf að borga 180 kr. fyrir að gera það. Sá sem er svo óheppinn að hafa fengið viðskiptakort frá öðrum viðskiptabanka en hann hefur viðskipti við hefur þann heiður að borga 480 kr. fyrir að tæma kortið,“ sagði þingmaðurinn.

„Ég verð að viðurkenna að hugmyndaflug þessara manna til að blóðmjólka almenning er mér umhugsunarefni. Ef þetta væri ekki svona alvarlegt myndi ég hafa aðdáun á því. En að koma upp með svona hugmyndir ár eftir ár — það er ekki furða að þessir menn séu á þokkalegum launum við þetta,“ endaði Þorsteinn ræðu sína.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: