- Advertisement -

Bankasalan var verstu afglöpin

JDr. Jónas H. Haralz var mikils metinn hagfræðingur. Ég held að ég hafi tekið síðasta viðtalið við Jónas. Við settumst niður í febrúar 2010. Hann lést 92 ára tveimur árum síðar.

Þegar viðtalið var tekið var mikið rætt um hrunið hér heima, orsakir og afleiðingar. Jónas hafði margt um þetta að segja. Ég mun nú um helgina birta viðtalið við Jónas í þremur hlutum. Fyrst um hvernig hlaðið er í efnahagsbólur, svo sem netbóluna, fasteignabóluna og svo þá sem sprakk í október 2008.

Byrjað verður þar. Það er hvernig fólk bar af leið og ekki síst hvernig staðið var að einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Við förum á eitt stórkostlegt fyllerí,“ sagði Jónas. Hann var gagnrýnin á að einkavæðing bankanna hafi ekki verið rannsökuð. „Þar liggja, hvað okkur varðar, verstu afglöpin.“ Hann sagði að valdir hafi verið nýir eigendur; „…sem höfðu ekki vit á bankamálum.“ Hann sagði þá ekki hafa vit á bankamálum , ekki þekkingu, ekki reynslu, ekki ábyrgðatilfinningu og ekki; „siðgæði“.

Ótýndum mönnum er afhent þetta fyrir ekki neitt. „Það hefur komið í ljós að þeir borguðu aldrei nokkurn skapaðan hlut og áttu enga peninga, að því er virðist. Þeim er lánað úr ríkisbönkum til að kaupa ríkisbanka.“

Hann sagði það dæmalaust háttarlag.

Við byrjum þar sem ég spyr hann að efnahagslægðir verða aftur og aftur.

Þennan hluta viðtalsins má hlusta á hér í fréttinni.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: