- Advertisement -

Bara ekki Hringbraut

Alþingi Þingflokkur Miðflokksins hefur lagt fram þingsályktun um að Alþingi feli heilbrigðisráðherra að framkvæma óháða, faglega staðarvalsgreiningu fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús.

Í greinagerðinni segir meðal annars: „Meginmarkmið þessarar tillögu er að gerð verði óháð, fagleg staðarvalsgreining fyrir nýja þjóðarsjúkrahúsið. Gera þarf faglega staðarvalsgreiningu til að sjá hvar hagkvæmast og best væri að byggja nýtt þjóðarsjúkrahús.“

Nefndar eru rannsóknir sem segja að óhagstæðasti kosturinn sé uppbygging Landspítalans við Hringbraut. Þingmennirnir vilja að leitað verði ráðgjafar hjá erlendum aðilum sem og innlendum fagaðilum sem verði falið að gera úttekt á mögulegri staðsetningu, m.a. með tilliti til fjárhags-, gæða-, samgöngu-, umferðar- og öryggismála. Niðurstöður greiningarinnar verði birtar með aðgengilegum hætti. Ráðherra flytji Alþingi skýrslu um niðurstöðurnar eigi síðar en í maí 2018.

Tillöguna má lesa í heild hér.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: