- Advertisement -

Barátta Davíðs og Svandísar: Varðar ráðherrann ekkert um sjávarútveginn?

„Eig­end­ur blaðsins, að stærst­um hluta stór­fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi, þétta raðirn­ar og póli­tísk öfl úr þeim ranni láta til sín taka.“

Svandís Svavarsdóttir.

Stríðsfréttir eru á leiðaraopnu Moggans í dag. Davíð Oddsson ritstjóri og Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegsráðherra takast þar á. Davíð er kokhraustur: „…til að særa fram upp­lýs­ing­ar sem mat­vælaráðherra vildi for­vitn­ast um, en varðar ekk­ert um og hef­ur eng­ar heim­ild­ir til að krefjast,“ segir í leiðara Davíðs.

Ráðherrann varðar sem sagt ekkert um hver er hvað og hvað er hvers í sjávarútvegi Íslendinga.

Svandís skrifar: „Rit­stjórn Morg­un­blaðsins tel­ur gagn­sæi greini­lega svo mikla ógn við fjár­sterka aðila að bregðast þurfi af afli við áform­um stjórn­valda um að varpa skýru ljósi á sjáv­ar­út­veg­inn. Eig­end­ur blaðsins, að stærst­um hluta stór­fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi, þétta raðirn­ar og póli­tísk öfl úr þeim ranni láta til sín taka. Engu að síður er mitt mat að aukið gagn­sæi hljóti að vera til góðs. Tor­tryggni þrífst í leynd­ar­hyggju og van­traust al­menn­ings í garð at­vinnu­grein­ar á borð við sjáv­ar­út­veg er óá­sætt­an­legt fyr­ir stjórn­völd og grein­ina sjálfa. Varðstöðu grein­ar­inn­ar, stjórn­mála­fólks og Morg­un­blaðsins um leynd verður að linna til þess að sjáv­ar­út­veg­ur­inn fái að njóta sann­mæl­is og for­send­ur skap­ist fyr­ir auk­inni sátt.“

„Málið þarfn­ast rann­sókn­ar og það þarf að hafa af­leiðing­ar. Það má ekki spyrj­ast að spill­ing­in sé um­bor­in,“ segir í leiðaranum.

Hér fer enn ein tilvitnun í grein Svandísar: „Sjáv­ar­út­veg­ur­inn hef­ur lengi verið bit­bein átaka og ljóst er að um­tals­vert van­traust rík­ir í garð grein­ar­inn­ar. Besta leiðin til þess að auka traust til henn­ar en um leið að treysta sam­keppn­is­hæfni, verðmæta­sköp­un og rétt­læti í kerf­inu er að kveikja ljós­in.“

Látum þetta gott heita. Að sinni að minnsta kosti.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: