- Advertisement -

Bílar hækka um allt að 40% í verði

Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, segir að verð á nýjum bílum muni hækka um allt að fjörutíu prósent um næstu áramót.

„Ástæðan er að verð bíla mun líklega hækka af þremur ástæðum.

* Nýjar mælingareglur ESB
* Hærra innkaupsverð vegna meiri kostnaðar við að uppfylla EURO 6.2 mengunarreglur
* Væntar gjaldahækkanir stjórnvalda um næstu áramót um 20% skv. skýrslu fjármálaráðuneytisins

Það kaldhæðna við þessar breytingar er að mengun frá bílum mun aukast. Íslendingar munu ekki geta keypt nýjustu bílatækni og því munu notaðir bílar með eldri tækni streyma til landsins,“ skrifar forstjóri Brimborgar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: