- Advertisement -

„Birtum þetta bara. Þetta er óþolandi“

Forseti stendur í ströngu við að afsaka það með einhverju lögfræðitali af hverju ekki eigi að birta þetta.

Halldóra Mogensen.

„Nú hefur forseti lagt mikið púður, orku og tíma í það að finna einhver lögfræðileg rök fyrir því að leyfa ekki fyrirspurnir, að birta ekki upplýsingar; hefur í raun sett ótrúlega mikið púður í að reyna að koma í veg fyrir að vilji meirihluta forsætisnefndar nái fram að ganga, en allir þar nema forseti, að mér skilst, vilja láta birta þessa greinargerð setts ríkisendurskoðanda,“ sagði Halldóra Mogensen þar sem hún, sem og margir aðrir þingmenn, vilja umfram allt að Birgir Ármannsson birti greinargerðina sem gerð var um Lindarhvol fjármálaráðherra.

„Forseti leggur ótrúlega mikið á sig til að finna alls konar röksemdafærslur og afsakanir fyrir því að ekki sé hægt að birta þessar upplýsingar. Ég krefst þess af forseta að hann gangi að lýðræðislegum vilja þingsins og forsætisnefndar og leggi hreinlega jafn mikla vinnu á sig til að reyna að finna rök fyrir því að birta þessar upplýsingar. Það er vilji almennings og það er vilji þingsins að birta þetta. Forseti stendur í ströngu við að afsaka það með einhverju lögfræðitali af hverju ekki eigi að birta þetta. Birtum þetta bara. Ég krefst þess að forseti finni leiðir til að birta þessar upplýsingar. Hér eru alls konar fyrirspurnir komnar fram. Birtum þetta bara. Þetta er óþolandi,“ sagði Halldóra Pírati.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: