- Advertisement -

Bjarni Benediktsson: Kjör eldri borgara hafa batnað mjög á síðustu árum

„Þannig er hægt að tína upp hvert einasta atriði sem nefnt var í þessu bréfi…“

Bjarni Benediktsson.

„Fyrst og fremst vil ég þó halda því hér til haga hversu mjög kjör eldri borgara hafa batnað á síðustu árum. Það er alveg sama hvort litið er til tekna, kaupmáttar, eigna, skuldastöðu, allt er þetta að þróast í rétta átt undanfarin ár,“ sagði fjármálaráðherrann Bjarni Benediktsson á Alþingi þegar fundað var um kjaragliðnun milli eldri borgara og launafólks.

Lesið var úr víðfrægu bréfi Bjarna til eldri borgara skömmu fyrir kosningarnar 2013.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þannig er hægt að tína upp hvert einasta atriði…

„Ég vil auðvitað fagna því þegar menn gefa sér tíma í að lesa upp góð bréf frá formanni Sjálfstæðisflokksins og menn mættu gera meira af því. Bara til að svara háttvirtum þingmanni örstutt þá hófumst við handa strax árið 2013 og þetta er það sem tölurnar sýna, þetta eru forsendurnar fyrir því að við höfum séð þær kjarabætur sem hafa raungerst undanfarin ár. Auðvitað létum við gamla Samfylkingarskattinn, sem lagður var á tekjulítið eignafólk, renna sitt skeið. Við gerðum það eins og lofað hafði verið. Við fórum sömuleiðis strax árið 2013 í að afnema skerðingar Jóhönnustjórnarinnar. Það var gert í markvissum skrefum og hver skerðing Jóhönnustjórnarinnar á eftir annarri var afnumin. Það er minnst á fjármagnstekjuskattinn. Við bjuggum til frítekjumark fyrir fjármagnstekjuskatt sem einmitt gagnast eldri borgurum sem eru með lágar fjármagnstekjur og hóflegar, sem áður voru skattlagðar og Samfylkingin talar iðulega um að þurfi að hækka skattinn á, en við höfum gert það skattfrjálst núna, hóflegar fjármagnstekjur,“ sagði Bjarni.

„Þannig er hægt að tína upp hvert einasta atriði sem nefnt var í þessu bréfi en taka verður tillit til þess að við höfum gert kerfisbreytingar og þannig verða t.d. þær ósanngjörnu skerðingar á gamla grunnlífeyrinum sem við afnámum ekki bornar saman við nýja kerfið sem við erum með í dag, þ.e. kerfisbreyting hefur átt sér stað og þess vegna ekki lengur til neinn grunnlífeyrir sem ekki má skerða, hann er kominn inn í sjálft kerfið. Að öðru leyti hafa flogið hér yfir innstæðulausar fullyrðingar um að ég hafi talað um að smjör drjúpi af hverju strái og að enginn ætti bágt og allir hefðu það gott, allt saman rakalaus þvættingur í raun og veru og óravegu frá því sem ég sagði. Í máli mínu var ég að benda á staðreyndir — staðreyndir — sem engum hefur tekist að hrekja.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: