- Advertisement -

Bjarni er gerspilltur maður

Gunnar Smári skrifar:

Nú vill Bjarni fá blessun þjóðar sinnar í jólagjöf.

Vandinn við Bjarna Benediktsson er einmitt að hann lætur vini sína, ríka fólkið, stjórna sér. Það er ekki afsökun, það er meinið sjálft. Bjarni er á því að hann og ríka fólki megi fara á svig við reglur. Bjarna og ríka fólkinu finnst að reglur séu aðeins til að halda utan um almúgann, svo hin ríku geti haldið völdum og hegðað sér að eigin vild og þótta. Reglurnar geti því ekki náð til þess; þær eru þarna einmitt til að ríka fólkið geti gert það sem því sýnist. Þetta á ekki aðeins við um sóttvarnir heldur líka skatteftirlit, skuldaskil, gjaldeyriseftirlit, hvað eina. Bjarni er svo forréttindablindur að hann sér þetta ekki, heldur að það sé afsökun að hann hafi verið að gera ríkum vini sínum greiða. Bjarni er gerspilltur maður, afurð efri stéttarinnar í gerspilltu samfélagi, vanur því að hin meðvirka þjóð samþykki spillinguna. Nú vill Bjarni fá blessun þjóðar sinnar í jólagjöf. Þjóðin ætti hins vegar að gefa sér það í jólagjöf að hætta meðvirkni sinni með þessu liði.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: