- Advertisement -

Bjarni, hvað með heimilin?

Karl Gauti Hjaltason Miðflokki hefur lagt þessar spurningar fyrir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra:

  • 1.      Hvernig hyggst ráðherra verja heimili landsmanna ef vísitala neysluverðs hækkar umfram verðbólgumarkmið Seðlabankans?
  •      2.      Hefur ríkisstjórnin áform um að verja heimilin fyrir auknum byrðum af þessum völdum?
  •      3.      Telur ráðherra ekki sanngjarnt og eðlilegt í ljósi reynslunnar að stjórnvöld grípi til aðgerða til að koma í veg fyrir að höfuðstóll verðtryggðra húsnæðislána og afborganir af þeim hækki umfram verðbólgumarkmið Seðlabankans?

Bjarni hefur áður sagt, eins og Miðjan hefur greint frá, að engin hætta sé framundan varðandi verðbólgu:

„Ég vek líka athygli á því vegna umræðunnar um verðtryggð lán að hafi menn raunverulegar áhyggjur af því að verðbólga sé á leiðinni ættu menn ekki að gleyma því að ræða um stöðu þeirra sem hafa tekið óverðtryggð lán í stórauknum mæli á undanförnum árum vegna þess að þeirra greiðslubyrði um hver mánaðamót mun hækka miklu meira en hinna sem hafa verðtryggð lán og njóta í raun og veru skjóls af henni.“

Nú er sjá hvaða svör þingmaður Miðflokksins fær við sínum spurningum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: