- Advertisement -

Bjarni minntur á bréfið til eldri borgara

„Ójöfnuður vex vegna atvinnuleysis, en einnig vegna þess að ellilífeyrir og örorkulífeyrir hækka ekki í takti við lægstu laun, ef áætlanir ganga eftir. Þannig er fjölmennum hópum haldið í fátæktargildru. Það verður að minnka kjaragliðnun undangenginna ára og hækka elli- og örorkulífeyri. Hæstvirtur fjármálaráðherra lofaði með bréfi til eldri borgara í landinu árið 2013 að afnema tekjuskerðingar og afturkalla kjaraskerðingar eldri borgara,“ sagði Oddný Harðardóttir á Alþingi í umræðu um fjármálaáætlun Bjarna Benediktssonar.

Oddný minnti Bjarna á bréfið sem hann sendi forðum daga.

„Hér stöndum við árið 2021 og enn er mörg þúsund eldri borgurum og öryrkjum haldið í fátæktargildru. Fólk sem ekki hefur tækifæri til að afla sér atvinnutekna hefur sumt engin lífeyrisréttindi, engar fjármagnstekjur og treystir algerlega á almannatryggingakerfið. Eina uppfærslan í fjármálaáætluninni fyrir kjör öryrkja og þá sem eldri eru er vegna fjölda þeirra en ekki til þess að bæta kjörin. Engin skref eru áformuð um að bæta kjör þeirra sem þurfa að treysta á greiðslur Tryggingastofnunar,“ sagði Oddný.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: