- Advertisement -

Bjarni nennir þessu ekki – og þarf ekki

Sigurjón Magnús Egilsson:

Hann veit sem er. Hann verður í næstu ríkisstjórn. Augljóslega eru nokkrir formenn þegar búnir að stilla sér upp á biðstofunni hjá Bjarna.

Hvers vegna ætti Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðisflokkurinn að hamast í kosningabaráttu? Það er algjör óþarfi. Svo heilt yfir séð. Bjarni hefur gert þrennt sem er eftirtektarvert.

Það fyrsta er að hann dró upp bréfið gamla og lofar eldra fólki betri tíð. Hefur gert það áður og gerir það enn. Eftirlaunaþegar eru einhverra hluta vegna lang dyggasta stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins.

Það næsta er að Bjarni lofar að rífa niður báknið sem hann og flokkurinn hafa öðrum fremur byggt upp og hannað.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Af kunnri „orðsnilld“ segir hann svo að það vanti lyftara í heilbrigðiskerfið. Sennilega enn einn misheppnaði aulabrandarinn frá Bjarna.

Bjarni þarf svo sem ekki að hafa áhyggjur. Sjálfstæðisflokkurinn verður áfram stærsti flokkurinn. Það eru ný viðmið. Að vera stærstur. Ekki er lengur stefnt að því að fá þriðjung atkvæða eða þaðan af meira. Nei, nú dugar að vera stærstur. Búið er að lækka slána. Svo Bjarni komist yfir.

Með þetta nýja viðmið þarf Bjarni svo sem ekki að hafa áhyggjur. Hann veit sem er. Hann verður í næstu ríkisstjórn. Augljóslega eru nokkrir formenn þegar búnir að stilla sér upp á biðstofunni hjá Bjarna.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: