- Advertisement -

Bjarni og þykistuskapið

„Ég kem hér upp til þess að taka af öll tvímæli um að auðvitað standa menn við það sem sagt hefur verið, að starfskostnaðarreglurnar verða samræmdar eins og lofað hefur verið. Það er ekki í einhverjum þykistuskap sem það erindi er sent hér þinginu og tekið fram að menn fylgist með því sem gerist á þinginu,“ sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi fyrsta júní í sumar.

Hann var að reyna að tala skýrt um þann vilja að ráðherrar megi ferðast á ríkisins kostnað í kosningabaráttunni, en almennir þingmenn ekki.

„Það er síðan annað mál að hér er þingið að reyna að fara inn á brautir sem getur verið mjög vandasamt að þræða. Ég segi bara sem ráðherra í kosningabaráttu: Hann stendur auðvitað frammi fyrir fólki sem ráðherra í sínum málaflokki. Þó að þingið ætli að setja hann á stall, jafnsettan öllum öðrum frambjóðendum, þá mætir hann til fundar við fólk úti um allt land til að standa reikningsskil gjörða sinna á kjörtímabilinu og gerir það sem ráðherra, jafnvel þótt þingið vilji taka af honum þau forréttindi að vera ráðherra. Hann mun svara í símann og svara erindum og hann mun gegna embættinu þar til hann hefur skilað lyklum í ráðuneytinu.“

Fatta ekki allir hvað Bjarni átti við?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: