- Advertisement -

Bjarni sagður hóta stjórnarslitum

Það er alveg skýrt að við myndun núverandi ríkisstjórnar var tekið fram að ekki væri ætlunin að hætta hvalveiðum við Ísland…

Dagfari eða Náttfari Hringbrautar, Ólafur Arnarson, skrifar um stjórnarsamstarfið. Og það vegna hvalveiðimálsins. Andinn innan ríkisstjórnarinnar er á suðupunkti eins og við flest vitum. Jæja, yfir til Ólafs:

Formaður Sjálfstæðisflokksins krefst þess að bannið verði ekki framlengt. Verði Svandís ekki við því að láta staðar numið hefur Bjarni gefið skýrt til kynna að stjórnarsamstarfinu sé lokið. Það er alveg skýrt að við myndun núverandi ríkisstjórnar var tekið fram að ekki væri ætlunin að hætta hvalveiðum við Ísland þó svo að Vinstri græn hafi haft það á stefnuskrá sinni um árabil að hætta hvalveiðum. En stjórnarsáttmálinn er alveg skýr varðandi þetta mál. Bjarni hefur einnig undirstrikað eftir fund formannana að ágreiningur um hvalveiðimálið hafi ekki gert stjórnarsamstarfinu gott.

Katrín Jakobsdóttir tók ákvörðun um hvalveiðibann í sumar með Svandísi. Það hefur verið staðfest formlega eftir að DV gerði fyrirspurn um málið. Katrín getur ekki vikið sér undan því með nokkrum hætti og reynir það ekki lengur. Henni er fyllilega ljóst að ríkisstjórn hennar er fallin ef Vinstri grænir reyna eitthvað meira á þolrif samstarfsflokkanna í þessu máli.

Katrín hefur nú…

Katrín hefur nú sett Svandísi stólinn fyrir dyrnar hvað þetta varðar og hún mun ekki framlengja bannið um næstu mánaðarmót. Með því telur Bjarni Benediktsson að hann geti heldur styrkt stöðu sína gagnvart foxillum flokksmönnum sínum sem sviðið hefur undan yfirgangi Svandísar í þessu máli. Það leiðir hins vegar til þess að með því að leyfa hvalveiðar aftur í byrjun september viðurkennir Svandís að upphlaup hennar hafi verið hreinn pólitískur loddaraleikur en alls ekki umhyggja fyrir þessum dýrum sem Hvalur hf. drepur í höfunum með kvalarfullum hætti. Svandís stendur þá eftir niðurlægð og nánast rassskellt. Henni verður fórnað.

Oft veltir lítil þúfa stóru hlassi. Nú má spyrja hvort Kristján Loftsson eða Svandís Svavarsdóttir teljist vera litla þúfan í þessu máli?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: