- Advertisement -

Bjarni spurði, hver á að borga jöfnuðinn?

Bjarni Benediktsson sagði:

„Hver á að borga þegar bæði ellilífeyrir almannatrygginga og örorkulífeyrir hefur hækkað á fjárlögum um u.þ.b. helming?“

„Hver á að borga þetta?“ Þannig svaraði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar Oddný Harðardóttir vakti athygli á að Norræna ráðherranefndin gaf út skýrslu um hvernig ójöfnuður hefur vaxið á Norðurlöndunum og hvað þyrfti að gera til að vinna gegn ójöfnuði. Aðalatriðið er að stjórnvöld sjái til þess að bætur almannatrygginga, barnabætur og húsnæðisbætur fylgi raunverulegri launaþróun og að gjaldtaka í velferðarkerfunum sé sem minnst.

Þetta var í október 2020. Í kosningabaráttunni nú virðist Bjarni hafa borðað krít. Er mjúkmálli en nokkru sinni.

„Ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra hvort það standi til að breyta 69. gr. laga um almannatryggingar þannig að stöðva megi þá gliðnun sem er á milli launamanna og þeirra sem eiga allt sitt undir greiðslu almannatrygginga,“ sagði Oddný Harðardóttir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…spurningin sem æpir á mann…

Bjarni Benediktsson svaraði af hörku: „En spurningin sem æpir á mann í þessu sambandi er: Hver á að borga þetta? Hver á að borga þegar bæði ellilífeyrir almannatrygginga og örorkulífeyrir hefur hækkað á fjárlögum um u.þ.b. helming? Við höfum á sjö, átta árum tvöfaldað fjárhæðina í fjárlögum. Og eftir situr spurningin þegar menn koma hingað og segja að þetta sé bara alls ekki nóg: Hver á að borga þetta?

Bjarni skildi ekki þá og skilur ekki enn að samfélagið verður að tryggja öllu fólki framfærslu. Ekki bara þeim ríkustu. Fólkinu hans Bjarna.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: